Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 25

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 25
SLÖNGUBIT 23 til Floridafylkis og þaðan eftir endilangri strandlengju Mexíkó- flóans allt til Texasfylkis, einnig norður á bóginn frá Louisianafylki á breiðu svæði upp Mississippidal- inn allt norður í suðurhluta Illinois- fylkis. Hann er leðjubrúnn eða næst- um svartur á lit, breiður og bústinn og nær fimm feta lengd. Hann er nógu stór til þess að geta bitið illa og gengur næst demantahryggslöng- unni, hvað hættuleg bit snertir. Það gerir mönnum enn erfiðara fyrir að varast hann, að hann líkist hættu- lausum vatnasnákum, sem eru einn- ig á þessum slóðum. Því er það eina örugga reglan á þeim slóðum, þar sem baðmullarmunnurinn heldur sig, að halda sér í hæfilegri fjar- lægð frá öllum slöngum, sem maður verður var við í vatni eða nálægt því. Koparhausinn er líka hættuleg slanga, sem á víða heima og er dreifð allt frá Nýja Englandsfylkj- unum vestur til Kansasfylkis og frá Georgíufylki vestur til Texasfylkis. í Norðurríkjunum kýs hann sér helzt grýttar, skógivaxnar hlíðar og grjótgarða og veggi, en í Suðurríkj- unum kann hann prýðilega við sig í fenjum. Hann verður allt að því 3 fet á lengd, þegar hann er fullvax- inn, og getur líka veitt banvæn bit. Skellinaðran, vatnasnákurinn og koparhausinn eru holueiturslöngur, og er auðvelt að þekkja þær úr, ef maður kemst nógu nálægt þeim. Þær þekkjast af djúpri holu sitt hvorum megin á hausnum á milli auga og nasar. Kórallasnákurinn er skyldur cobraslöngunni og öðrum banvænum slöngum Asíu, Afríku og Ástralíu, það er auðvelt að þekkja hann af hinum hárauða, svarta og gula lit hans. Hann á heima í Suðurríkjunum, allt frá Norður-Karólínufylki suður að Mexíkóflóa og þaðan vestur í Tex- asfylki. Hann er lítill (20—30 þuml- ungar á lengd) og gerir mikið að því að grafa sig í jörð. Hann dvel- ur lengi niðri í mold eða undir dauð- um trjábolum og gerir ekki mikið af því að bíta. Aðeins 1 af hverjum 100 slöngubitum er af hans völdum. Eiturtennur fullvaxins kóralsnáks eru minna en fjórðungur úr þuml- ungi að lengd, en eiturtennur stórr- ar skellinöðru eru næstum því heill þumlungur að lengd. Þar af leið- andi er bit kórallasnáks grunnt og hann spýtir mjög litlum eitur- skammti. En eitrið er margfalt eitr- aðra en eitur holueiturslanganna. 140 milligrömm af eitri úr demanta- hryggslöngu úr Vesturríkjunum er banvænn skammtur fyrir mann, en aðeins 5 milligrömm af eitri kóralla- snáks geta reynzt banvæn, þar eð eitrið lamar þindina. Ýmsar varúðarráðstafanir, þar á meðal slönguheld stígvél, munu draga úr áhættunni. En öruggasta aðferðin til þess að forðast slöngu- bit er að sýna fyllstu varkárni og hafa alltaf vakandi auga með mögu- legri hættu. Minnizt þess, að eitr- aðar slöngur veiða venjulega að næturlagi og þegar þær bíta geta þær þeytt sér áfram vegalengd, sem nemur einum þriðja af líkamslengd þeirra. Þær hreyfa sig með slíkum leiturhraða, þegar þær bita, að það er líkt og losað hafi verið um takið á sveigðum stálgormi. Þið skuluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.