Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 52

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL urnar skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að vinnuskilyrðin í verksmiðj- unni væru ekki slík sem frú Besant hafði lýst þeim og að þær væru á- nægðar með að starfa þar. Þannig vonaðist verksmiðjustjórnin til þess að geta hafið málsókn gegn henni vegna greinar hennar í „The Línk.“ Stúlkurnar neituðu að verða við þessum tilmælum, eins og þær skýrðu frá í bréfi sínu. Næsta dag voru svo fleiri stúlkur reknar fyrir „óhlýðni.“ Nefnd, skipuð 6 verksmiðjustúlk- um, fór á fund eins forstjórans og fór fram á það, að stúlkurnar, sem reknar höfðu verið eftir fundinn með frú Besant, yrðu endurráðnar. Hann neitaði að verða við beiðni þeirra. Honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann horfði út um skrifstofuglugga sinn hálftíma síðar og sá allar verksmiðjustúlkurnar streyma út í miðjum vinnutíma. 200 stúlkur röðuðu sér upp í fylk- ingu og þrömmuðu úr Bowstræti niður í Fleetstræti, og síðan héldu þær til skrifstofu Annie Besant í Bouveriestræti með húrrahrópum.. Þær sendu nefnd upp í skrifstofu hennar til þess að skýra henni frá því, að allar stúlkurnar í verksmiðj- unni hefðu farið eftir leiðbeiningum hennar, þær hefðu staðið saman í baráttunni og neitað að láta vinnu- veitendur sína kúga sig lengur. Frú Besant komst í uppnám. En hún vissi, að nú yrði hún að vera róleg. Verkfallið ynnist ekki, nema það væri vel skipulagt og því stjórn- að á réttan hátt. Og tapaðist verk- fallið, mundu allar „eldspýtnastúlk- urnar“, 1400 að tölu, annaðhvort missa atvinnu sína eða verða að snúa aftur til vinnuskilyrða, sem yrðu jafnvel enn verri en fyrr. Hún hjálpaði þeim til þess að mynda taf- arlaust verkfailsnefnd, sem hefði vald til þess að búa til ýtarlega skrá yfir kvartanir stúlknanna og senda verksmiðjustjórninni hana og semja síðan fyrir hönd stúlknanna í heild. Blaðamenn heimsóttu nú for- stjóra Bryant & May til þess að hafa tal af þeim og heyra viðbrögð þeirra við þessari þróun. Blaðamennirnir tilkynntu þeim, hvað nú hefði gerzt í málinu, og þá lýstu forstjórarnir því yfir með hinu mesta steigur- læti, að þeim mundu flytja heil járnbrautarhlöss af stúlkum frá Glasgow til þess að taka við störf- um verkfallskvenna, ef þær kæmu ekki aftur til starfa og hættu ekki að „láta þvaðrið í frú Besant hafa áhrif á sig.“ I vikulokin héldu stúlkurnar mik- inn fund í Mile End. Á fundi þess- um ávörpuðu þau Annie Besant, Clementina Black, Herbert Burrows og Cunninghame Graham þingmað- ur stúlkurnar. Þær voru hvattar til þess að láta engan bilbug i á sér finna, því að samúð almennings mundi vakna, eftir því sem frétt- irnar af gjörðum verksmiðjustúlkn- anna bærust út manna á meðal. Næsta dag gengust dagblöðin „The Star“ og The Pall Mall Gazette fyrir almennum samskotum í verkfalls- sjóð stúlkunum til handa. Og næstu dagana tóku önnur dagblöð einnig að veita verkfalli stúlknanna at- hygli og skýra frá vinnuskilyrðun- um, sem höfðu hrint því af stað. Verksmiðjustúlkurnar fóru í hóp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.