Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
urnar skrifa undir yfirlýsingu þess
efnis, að vinnuskilyrðin í verksmiðj-
unni væru ekki slík sem frú Besant
hafði lýst þeim og að þær væru á-
nægðar með að starfa þar. Þannig
vonaðist verksmiðjustjórnin til þess
að geta hafið málsókn gegn henni
vegna greinar hennar í „The Línk.“
Stúlkurnar neituðu að verða við
þessum tilmælum, eins og þær
skýrðu frá í bréfi sínu. Næsta dag
voru svo fleiri stúlkur reknar fyrir
„óhlýðni.“
Nefnd, skipuð 6 verksmiðjustúlk-
um, fór á fund eins forstjórans og
fór fram á það, að stúlkurnar, sem
reknar höfðu verið eftir fundinn
með frú Besant, yrðu endurráðnar.
Hann neitaði að verða við beiðni
þeirra. Honum brá heldur en ekki
í brún, þegar hann horfði út um
skrifstofuglugga sinn hálftíma síðar
og sá allar verksmiðjustúlkurnar
streyma út í miðjum vinnutíma.
200 stúlkur röðuðu sér upp í fylk-
ingu og þrömmuðu úr Bowstræti
niður í Fleetstræti, og síðan héldu
þær til skrifstofu Annie Besant í
Bouveriestræti með húrrahrópum..
Þær sendu nefnd upp í skrifstofu
hennar til þess að skýra henni frá
því, að allar stúlkurnar í verksmiðj-
unni hefðu farið eftir leiðbeiningum
hennar, þær hefðu staðið saman í
baráttunni og neitað að láta vinnu-
veitendur sína kúga sig lengur.
Frú Besant komst í uppnám. En
hún vissi, að nú yrði hún að vera
róleg. Verkfallið ynnist ekki, nema
það væri vel skipulagt og því stjórn-
að á réttan hátt. Og tapaðist verk-
fallið, mundu allar „eldspýtnastúlk-
urnar“, 1400 að tölu, annaðhvort
missa atvinnu sína eða verða að
snúa aftur til vinnuskilyrða, sem
yrðu jafnvel enn verri en fyrr. Hún
hjálpaði þeim til þess að mynda taf-
arlaust verkfailsnefnd, sem hefði
vald til þess að búa til ýtarlega
skrá yfir kvartanir stúlknanna og
senda verksmiðjustjórninni hana og
semja síðan fyrir hönd stúlknanna í
heild. Blaðamenn heimsóttu nú for-
stjóra Bryant & May til þess að hafa
tal af þeim og heyra viðbrögð þeirra
við þessari þróun. Blaðamennirnir
tilkynntu þeim, hvað nú hefði gerzt
í málinu, og þá lýstu forstjórarnir
því yfir með hinu mesta steigur-
læti, að þeim mundu flytja heil
járnbrautarhlöss af stúlkum frá
Glasgow til þess að taka við störf-
um verkfallskvenna, ef þær kæmu
ekki aftur til starfa og hættu ekki
að „láta þvaðrið í frú Besant hafa
áhrif á sig.“
I vikulokin héldu stúlkurnar mik-
inn fund í Mile End. Á fundi þess-
um ávörpuðu þau Annie Besant,
Clementina Black, Herbert Burrows
og Cunninghame Graham þingmað-
ur stúlkurnar. Þær voru hvattar til
þess að láta engan bilbug i á sér
finna, því að samúð almennings
mundi vakna, eftir því sem frétt-
irnar af gjörðum verksmiðjustúlkn-
anna bærust út manna á meðal.
Næsta dag gengust dagblöðin „The
Star“ og The Pall Mall Gazette fyrir
almennum samskotum í verkfalls-
sjóð stúlkunum til handa. Og næstu
dagana tóku önnur dagblöð einnig
að veita verkfalli stúlknanna at-
hygli og skýra frá vinnuskilyrðun-
um, sem höfðu hrint því af stað.
Verksmiðjustúlkurnar fóru í hóp-