Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 65
SAMRÆÐUR PLATOS
63
gott né vont elskar þó þaS góða
vegna nærveru þess vonda.
Það er meiri metnaður í samræð-
unum, sem heita í höfuðið á Prota-
goras, einum þekktasta og gáfað-
asta sófista þessara tíma. Hann er
látinn ræða við Sókrates um eðli
þekkingarinnar. Protagoras er af-
afstæðissinni, það er þeirrar skoð-
unar, að gerð hlutanna svari til
hugarfars sjáandans. Það er margt
að finna i ræðum hans, sem greini-
lega stendur Plato nær, heldur er
það sem Sókrates segir í samræð-
unum um þetta efni, eðli þekking-
arinnar. Samt lýkur þeim með
þeirri lokaályktun, sem er mjög
haganlega fyrirkomið, að Protagor-
as sé falsspámaður, sem reyni að
ná vinsældum og vilji forðast hin-
ar beinskeyttu spurningar Sókra-
tesar.
Þrætubókin, sem kennd er við
Fedrus, er helguð fegurðinni. Þar
ganga þeir saman Sókrates og vin-
ur hans Fedrus í sveitinni utan Við
Aþenu og setjast undir eitt sedrus-
tré. Sókrates fær Fedrus til að lesa
fyrir sig rit eftir frægan sófista, sem
Fedrus er mjög hrifinn af og geng-
ur með rit hans inná sér undir
frakkanum.
Sú var kenning þessa rits, að
ungur maður ætti ekki að velja sér
að vini og uppfræðara, mann, sem
væri ástfanginn af honum, þar sem
ástinni fylgdi grunur, sjálfsleit og
rökleysa. Sókrates ieggur nú út af
þessu við Fedrus og heldur betri
ræðu um efnið en í sama dúr þann-
ig, að hann leggst gegn því, að ungi
maðurinn velji sér uppfræðara, sem
sé ástfanginn af honum (Hér ber að
athuga, að Grikkir þessa tíma höfðu
aðra skoðun á ástasambandi karla
en nú tíðkast, þýð.). Sókrates hætt-
ir í miðjum klíðum rökræðu sinni
um þetta efni á þeim forsendum,
að hann sé að guðlasta; ræða sín
sé snúin gegn guðinum Eros, guði
ástarinnar. Hann tekur því til enn
og ræðir efnið frá þriðja sjónar-
miðinu, því sjónarmiði, að ástin sé
eðlilegt sálarástand og þörfin til að
elska sé einn þáttur hinnar algeru
fegurðar, og gefinn mannssálinni
af guði, og sé því að hluta jafn-
framt af guðlegum uppruna en að
hluta mannleg þörf. Ástin getur
leitt manninn á veg sannleikans og
vísdómsins og þess vegna ber að
meta hana meira en allar aðrar til-
finningar, og vissulega má alls ekki
hafna henni, segir Sókrates.
Þessi ræða Sókratesar, eins og
og Plato flytur okkur hana, er ein-
hver sú hugmyndaríkasta og kraft-
mesta í ritum Platos. En að lokinni
henni, er Sókrates ekki enn ánægð-
ur. Honum finnst allar þessar þrjár
ræður sófistans, og hinar tvær ræð-
ur hans sjálfs um efnið, vanta sann-
leika og bera meira keim af þrætu-
bókarlist. Áður en menn haldi ræð-
ur um svo mikilsvert efni verði
þeir að kafa dýpra en þetta, því að
náttúran hafi gætt manninn ást og
vísdómi, en það sé ákaflega erfitt
og kosti þrautsegju að öðlast vís-
dóm, og hann fáist ekki með ræð-
um af þessu tagi, eins og þeim, sem
þeir hafi verið að hlusta á. Áður
en þeir, Fedrus og Sókrates yfir-
gefa lundinn ávarpar Sókrates
Skógarguðina í bæn.
„Ástsæla Pan og allir þeir guðir