Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Veiztu það að atóm
geta framleitt útvarpsbylgjur?
Eða það að einn hinn aflmesti
aflvaki er ósýnilegur?
Eða það að svo kann að fara
að Ijósið verði látið vinna
öll erfiðisverk?
egar fréttamenn sem
saman voru komnir í
Stokkhólmi, spurðu
konu nokkra, unga
svarthærða og hárprúða
hvort hún skildi nokkuð í vísind-
um manns síns, kom svarið þeim
nokkuð á óvart. Maðurinn var sem
sé í þann veginn að taka við Nó-
belsverðlaunum, og enginn bjóst við
öðru en því að þessu mundi hún
svara neitandi.
í stað þess svaraði hún svo:
„í sannleika sagt hefur hann ekki
gert annað en að feta í fótspor
mín“.
Það sló þögn á hópinn fyrst, en
svo skýrði hún frá því að hún væri
eðlisfræðingur eins og hann.
„Þegar ég var í háskólanum",
sagði hún, „þá var það prófverkefni
mitt að rannsaka geislun af móli-
kúlum. Og nú er maðurinn minn
og samverkamenn hans að smíða
kvanta, þar sem geislun frá móli-
kúlum á að vera aðalrannsóknar-
efnið“.
Henni var klappað lof í lófa.
„Og hvað gerðist svo eftir að þér
tókuð próf“?
„Ég fór að athuga semiconduc-
tora. Og hvað haldið þið að hafi
gerzt? Maðurinn minn ákvað að
hafa þá við smíði lasera, og áður
en langt leið var hann búinn að
smíða ýmsar gerðir af transitora-
laserum".
„Þá ættuð þér að réttu lagi að fá
bróðurpartinn af verðlaununum"?
sagði einn hinna viðstöddu frétta-
manna hálft í gamni, eins og hon-
um hafði virzt hún tala.
Kona þessi er eiginkona Nikolai
Basov prófessors, félaga í sóvésku
vísindaakademíunni, sem kominn
var til Stokkhólms til þess að taka
við Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði
ásamt samstarfsmanni sínum Alex-
ander Porkhorov prófessor, sem
einnig var félagi í akademíunni.
Nóbelsverðlaunin, sem veitt hafa
verið frá því um síðustu aldamót,
eru afhent 10. desember ár hvert,
en þessi mánaðardagur er ártíð Nó-
bels, sem var sænskur efnafræðing-
ur og verkfræðingur, og þekktur
er fyrir það að hann fann dynamit.
Hann ólst upp í Rússlandi og tal-
aði rússnesku jafn vel og sænsku,
en auk þess talaði hann ágætlega
frönsku og ensku. En frægur varð
hann ekki fyrr en eftir dauða sinn,
er hann hafði stofnað sjóð með 31
milljón sænskra króna, til verð-
launaveitinga til manna sem unnið
hefðu afrek í eðlisfræði, efnafræði,
læknisfræði, lífeðlisfræði og bók-
menntum, og einnig í viðleitni til
að koma á friðsamlegum skiptum
þjóða á milli.
Nú er þessi athöfn orðin að há-
tíðahöldum sem standa í tíu daga,
með glaumi og gleði, og engin föst
áætlun um framkvæmd þeirra,
nema hvað vísindaakademían, hirð