Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 105

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 105
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . . 103 góð ráð? Gerirðu það fyrir ekki neitt?“ Það var orðið hljótt í kránni. Gestirnir virtu ókunnugu mennina fyrir sér. Barþjónninn roðnaði, en sagði ekki neitt. Annar maðurinn greip whiskyflöskuna, og svo löbb- uðu þeir að borði upp við vegg. „Hvar er ríkislögreglufulltrúinn?" hrópuðu þeir, þegar þeir voru bún- ir að hvolfa í sig úr nokkrum glös- um í viðbót. „Hvar er þessi mikli maður? Nú, fyrst hann er svona hugrakkur, hvers vegna kemur hann þá ekki hingað til þess að taka okk- ur fasta fyrir að bera byssu?“ Tilghman lagði tafarlaust af stað til krárinnar, þegar honum barst fregnin um ögrun ókunnugu mann- anna. Gestirnir í kránni spruttu á fætur og reyndu að koma sér úr skotfæri, þegar Tilghman hrinti upp sveifluhurðinni. Tilghman kom auga á vopnuðu mennina og gekk beint að borðinu þeirra. „Piltar mínir,“ hóf hann máls og rétti fram tómar hendurnar. „Ég verð að taka byssurnar ykkar. Það er ekki leyfi- legt að bera byssu hér í bæ.“ Það var rifizt um það í kránni það sem eftir var nætur, hvort mennirnir hafi ætlað að miða á Tilghman eður ei. En margir gest- anna héldu að minnsta kosti, að þeir ætluðu sér það, og þeir gerðu sig líklega til þess að kasta sér á ókunnugu mennina. Mennirnir tveir sáu nú, að Tilghman stóð ekki einn og óstuddur, og því létu þeir af hendi byssur sínar bljúgir á svip. Hið furðulega við þennan atburð, var sú staðreynd, að gestir inni í krá í Dodge City höfðu hjálpað lög- gæzlumanni til þess að halda upp. lögum og reglu! Já, bærinn var vissulega að breytast meira en lít- ið! KAPPHLAUPIÐ MIKLA í GUTHRIE Tilghman starfaði í sex ár sem löggæzlumaður í Dodge City, fjögur ár sem aðstoðarmaður lögreglustjóra og tvö ár sem ríkislögreglufulltrúi. Þegar það kom loks að því, að það var orðið svo rólegt í bænum, að löggæzlustörfin þar voru orðin helzt til auðveld fyrir hans smekk, þá hætti hann þeim og fluttist aftur á býlið sitt nálægt bænum. Það veitti ekki af því að taka þar til hend- inni, því að þar var nú allt í niður- níðslu. En svo dundu ósköpin yfir, áður en honum hafði tekizt að koma öllu þar í gott horf aftur. Veturinn 1886 geisaði ægileg hríð á sléttun- um og helkuldinn, sem fylgdi henni, varð flestöllum nautgripum hans að bana og gerði einnig út af við beit- ina. Grasið kól. Að vísu yxi það að nýju fyrr eða síðar, en ekki nægi- lega fljótt til þess að bjarga búi Tilghmanf j ölskyldunnar. „Við verðum að útvega okkur nýtt jarðnæði,“ sagði Bill við Floru. „Ég hef frétt, að ríkisstjórnin sé að opna hluta af Indíánahéraðinu til ræktunar og búsetu fyrir hvíta menn. Ég held, að ég ætti að skreppa þangað og skoða landið.“ Indíánahéraðið (en fyrir því átti bráðlega að liggja að verða hluti Oklahomafylkis) hafði þegar dregið að sér þúsundir tilvonandi land- nema, sem biðu nú með óþreyju við útjaðra þess. Þegar Bill kom þang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.