Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
18.2% til Ameríku, 17,4% til Asíu, 6,5
% til Afríku og 0,5% til Ástralíu.
Af því vörumagni, er flutt var út til
annarra Evrópuríkja, fór um 1,3%
til Sovétríkjanna. Stálframleiðslan
var um 4 milljónir tonna, en kola-
framleiðsian um 5,8 milljónir tonna.
Þáttur Kruppsamsteypunnar í Kola-
og stálbandalagi Efnahagsbanda-
lagsins .er geysimikill.
Nú væri vert að líta á, hvaða
hlutverki Kruppsamsteypan gegnir
utan Þýzkalands. (Á fjármálasvið-
inu eru tvær aðrar þýzkar sam-
steypur eilítið umfangsmeiri). í
Indlandi byggði Kruppsamsteypan
Roukelastálverksmiðjurnar, sem
hafa einnar milljónar tonna árlega
framleiðsiugetu (Kruppsamsteypan
fékk ýmis önnur fyrirtæki til þess
að framleiða ýmislegt, sém með
þurfti til þess að fullgera stáliðju-
verið, þar á meðal brezk fyrirtæki).
Kruppsamsteypan reisti einnig þrjár
sementsverksmiðjur í Indlandi,
fimm hergagnaverksmiðjur, kom á
laggirnar geysilegu flutningakerfi
vegna brúnakolsframleiðslu, svo að
ekki sé talað um kolafermingarút-
búnað, krana og hegra, olíuborunar-
og olíuvinnsluútbúnað og eimreiðir.
Pantanir frá Pakistan voru í næst-
um því eins stórum stíl, þar á meðal
hafnargerðir, kranar og hegrar, ol-
íuborunar- og olíuvinnslutæki og
járnbrautir.
Þótt Sovétríkin hafi haldið áfram
að vera fjandsamleg í garð Vestur-
Þýzkalands, hafa þau brosað blítt
til Kruppsamsteypunnar, sem hefur
reist fyrir þau 5 milljón sterlings-
punda olíuefnaverksmiðiurnar þrjár
í Kuibyshevsk, Stalinogorsk og
Kursk, sem framleiða nægilegt af
gerviþráðum til þess að búa til hálfa
milljón af jakkafötum á mánuði
hverjum. Einnig mætti nefna stál-
verksmiðjur í Iran, kolanámu- og
olíuhreinsunarútbúnað í Grikklandi,
skipaskurði og brýr í Egyptalandi
og stærstu pappírsverksmiðju
Egyptalands.
í Bandaríkjunum hefur Krupp-
samsteypan byggt eina af stærstu
útskipunarhöfnum heimsins nálægt
borginni Toledo. Þar eru skilyrði til
þess að skipa 6.000 tonnum af kolum
á klukkustund úr járnbrautarvöru-
vögnum út í skip á bökkum Erie-
vatns. Námur í Hollandi, Finnlandi
og Mexíkó, brýr (þar af 14 stór-
brýr í suður-ameríska ríkinu Col-
umbía einni saman), vírverksmiðj-
ur í Austurríki og Ástralíu, bræðslu-
stöðvar í Kanada, Perú og Chile
og fleira og fleira. Það mætti
halda lengi áfram, ætti að gera
starfsemi Kruppsamsteypunnar
tæmandi skil.
Fjölbreytni framleiðslunnar og
annarrar starfsemi Kruppsamsteyp-
unnar er orðin svo furðulegí að list-
inn yfir Kruppframleiðsluvörur yrði
næstum endalaus: Alls konar tæki
og geymar og önnur ílát, þar á meðal
flutningatæki til þess að flytia slíkt
á land og sjó, dýpkunar- og hreins-
unartæki og skip, alls konar gröfur
og ýtur, alls konar fægiefni, tilbú-
inn áburðUr, díselvélar, rafvélar og
tæki, prentvélar, sementsvélar, stór-
ar vörubifreiðir, eimreiðir, seglar,
hitunartæki og vélar, skip og skipa-
vélar, rær, hnoð og skrúfur, eld-
þéttir steinar, flutningatæki (stræt-
isvagnar, langferðabifreiðir, bílskúr-