Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 11
WALT DISNEY
9
hjálpaði honum með útvegun svo-
lítils rekstrarfjár. Þegar þetta litla
fyrirtæki Walts gaf upp öndina,
hjálpaði Roy til að koma undir
hann fótunum að nýju í Hollywood.
Það var árið 1923. Þá var það Roy,
sem fékk 500 dollara lánaða hjá
gömlum frænda sínum til þess að
gera Walt fært að framleiða fyrstu
teiknimyndina, þar sem bæði komu
fram lifandi og teiknaðar persónur.
Kvikmyndatökumaðurinn var Roy,
og hann safnaði saman krökkum,
sem hann borgaði síðan 10 cent
hverju fyrir að koma fram í kvik-
myndinni. Smám saman urðu
teiknimyndir Walts stærri og dýr-
ari, og jafnframt jukust fjármála-
umsvif Roys, ef svo mætti kalla þá
starfsemi, en honum tókst að fá
lánaða samtals 5 milljónir dollara
í ýmsum bönkum.
Það má kalla það kaldhæðnislegt,
að fyrsta velgengni þeirra á þessu
sviði varð aðeins til þess að auka
fjárhagserfiðleika þeirra. Disney-
bræður áttu við geysimikla erfið-
leika að stríða, jafnvel eftii að
Mikki mús, Andrés önd og 3 litlir
grísir höfðu gert Walt heimsfrægan.
Eitt sinn varð Roy að selja bíl
Walts til þess að halda öllu ' fullum
gangi. Árum saman fengu þeir
bræðurnir engin laun, heldur að-
eins greiddan útlagðan kostnað. Ef
þeir græddu á einhverri teikni-
myndinni, lögðu þeir gróðann taf-
arlaust í fyrirtækið.
HÚSIÐ, SEM
DVERGARNIR BYGGÐU.
Árið 1937 eyddi Walt hálfri ann-
arri milljón dollara í „Mjallhvít",
fyrstu teiknimyndina af fullri sýn-
ingarlengd. Hún gaf 8 milljónir
dollara í aðra hönd brúttó, og fyrir
fé þetta byggðu þeir bræðurnir
kvikmyndaverið í Burbank. Það
stækkaði smám saman, þangað til
það veitti 1500 manns atvinnu og
skuldaði 5 milljónir dollara. Walt
hló bara, þegar Roy gerðist áhyggju-
fullur. „Vertu rólegur, Roy“, sagði
hann, „minnstu þess, þegar við gát-
um jafnvel ekki fengið þúsund
dollara lánaða?"
Þeir seldu almenningi hlutabréf í
fyrirtækinu, en samt var fjárhags-
grundvöllur þess ekki vel traust-
ur. Á árunum 1950—1955 fram-
leiddi Walt þrjár teiknimyndir af
fullri lengd, er hlutu verðlaun. Það
voru myndirnar „Öskubuska", „Lísa
í Undralandi“ og „Pétur Pan“. Einn-
ig framleiddi hann á þeim árum
dáðar en dýrar náttúrumyndir, svo
sem „Hina lifandi eyðimörk“ og
„Afríska ljónið“. En samt varð
kvikmyndafélagið stöðugt skuld-
ugra, eftir því sem Walt vann fleiri
Óskarverðlaun.
Þrátt fyrir hina listrænu sigra og
geysilega góðar viðtökur kvikmynda
hans um víða veröld, var það ekki
fyrr en þ. 17. júlí árið 1955, að
Disney fann loks algerlega örugga
gullæð. Það var með opnun hins
risavaxna skemmtigarðs Disney-
lands. Fólk hélt, að Walt væri orð-
in bilaður á geðsmunum, þegar hann
fór fyrst að tala um að koma á
laggirnar skemmtigarði, sem yrði
allt öðruvísi en áður hefði þekkzt.
„Það er of lítil skuldagreiðslutrygg-
ing fólgin í draumum,“ sagði hann.
Eftir nokkurt þóf tókst Walt þó að