Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 49
VERKFALL STÚLKNANNA ....
47
rétt við Bowstræti. í fylgd með
henni var Herbert Burrows, sem var
samstarfsmaður hennar við tímarit-
ið. Þar biðu þau nokkra hríð fyrir
utan verksmiðjuhliðin. Þegar verk-
smiðjuflautan blés í lok vinnudags-
ins og verksmiðjustúlkurnar tóku
að streyma út um hliðin, kom það
í ljós, að sumar þeirra þekktu Annie
Besant samstundis því að Annie
Besant, klædd rauðri skyrtu og með
skozka ullarhúfu á dökkum hrokkn-
um kollinum, var velþekkt ræðu-
kona við skipakvíahliðin og á götu-
hornum í East Endhverfinu. Þær
söfnuðust ákafar í kringum hana og
tróðust til þess að komast sem næst
henni. Fáar stúlknanna gátu skilið
hvað hún var að segja við þær, því
að þær höfðu búizt við ræðu. Frú
Besant stakk upp á því, að þær
færðu sig af götunni yfir á óbyggt
svæði þar skammt undan. Þar sagði
hún þeim, að hún væri ekki komin
til þess að tala til þeirra, heldur
til þess að hlusta á þær. Hún vildi
fá að heyra nákvæma lýsingu á
starfi þeirra og starfsskilyrðum í
verksmiðjunni.
Flestar stúlkurnar voru tötralega
klæddar. Þær voru í slitnum og
druslulegum kápum, hnepptum upp
í háls, og gömlum kjóldruslum, með
klúta um hálsinn og sjöl á höfðinu.
Stígvélin þeirra voru slitin og skæld
og af ósköp lélegri tegund. Þær
voru fölar í andliti og báru merki
fátæktarinnar. Augu þeirra voru
rauð og þrútin og hendur þeirra illa
farnar. Þær voru með ljótum, dökk-
um blettum og sumar með sárum
eða blöðrum, sem sýking hafði
komizt í. Þetta var af völdum kem-
isku efnanna, sem notuð voru. á
eldspýtuoddana og sfokkana. En
raddir þeirra voru styrkar, og því
byrjuðu þær allar að tala hver í
kapp við aðra. Annie Besant gat
því lítið skilið í fyrstu af því, sem
þær sögðu. Þær höfðu aldrei fyrr
hitt nokkra manneskju, sem hafði
haft það mikinn áhuga á kjörum
þeirra, að hún hafði viljað hlusta á
þær. Og kvartanir þeirra flæddu
yfir hana í stríðum straumi.
Á síðasta fjórðungi 19. aldar urðu
miklar framfarir, hvað snerti kjör
verkalýðsins, og bætt var úr margs
konar óréttlæti og hætt að níðast
eins á verkalýðnum og áður hafði
tíðkazt. En þessi bættu kjör snertu
samt frekar einstaka iðngreinar en
verksmiðjuiðnað í heild. Því var
það svo, að ýmiss konar ósvinna var
enn við lýði í litlum verksmiðj,um,
einkum í Lundúnum, enda þótt tals-
verðar kjarabætur hefðu þegar náðst
í stóru verksmiðjunum og vinnuskil-
yrði batnað þar. Starfsemi stéttar-
félaganna var enn næstum ein-
göngu einskorðuð við faglærða
starfsmenn. Hún náði lítið sem
ekkert til hins mikla fjölda, sem
var ófaglærður. Fyrir þá var enn
lítið gert.
Upplýsingarnar, sem verksmiðju-
stúlkurnar veittu Annie Besant
þennan dag um kjör sín, snertu því
lítt þekktan og næstum algerlega
vanræktan þátt verkalýðsmála. Og
brátt varð vasabók hennar því næst-
um troðfull af alls konar upplýsing-
um starfsskilyrði og kjör þessara
verksmiðj ustúlkna.
Þær fengu laun reglulega, þegar
þær voru við störf, þótt þau væru