Úrval - 01.10.1967, Page 49

Úrval - 01.10.1967, Page 49
VERKFALL STÚLKNANNA .... 47 rétt við Bowstræti. í fylgd með henni var Herbert Burrows, sem var samstarfsmaður hennar við tímarit- ið. Þar biðu þau nokkra hríð fyrir utan verksmiðjuhliðin. Þegar verk- smiðjuflautan blés í lok vinnudags- ins og verksmiðjustúlkurnar tóku að streyma út um hliðin, kom það í ljós, að sumar þeirra þekktu Annie Besant samstundis því að Annie Besant, klædd rauðri skyrtu og með skozka ullarhúfu á dökkum hrokkn- um kollinum, var velþekkt ræðu- kona við skipakvíahliðin og á götu- hornum í East Endhverfinu. Þær söfnuðust ákafar í kringum hana og tróðust til þess að komast sem næst henni. Fáar stúlknanna gátu skilið hvað hún var að segja við þær, því að þær höfðu búizt við ræðu. Frú Besant stakk upp á því, að þær færðu sig af götunni yfir á óbyggt svæði þar skammt undan. Þar sagði hún þeim, að hún væri ekki komin til þess að tala til þeirra, heldur til þess að hlusta á þær. Hún vildi fá að heyra nákvæma lýsingu á starfi þeirra og starfsskilyrðum í verksmiðjunni. Flestar stúlkurnar voru tötralega klæddar. Þær voru í slitnum og druslulegum kápum, hnepptum upp í háls, og gömlum kjóldruslum, með klúta um hálsinn og sjöl á höfðinu. Stígvélin þeirra voru slitin og skæld og af ósköp lélegri tegund. Þær voru fölar í andliti og báru merki fátæktarinnar. Augu þeirra voru rauð og þrútin og hendur þeirra illa farnar. Þær voru með ljótum, dökk- um blettum og sumar með sárum eða blöðrum, sem sýking hafði komizt í. Þetta var af völdum kem- isku efnanna, sem notuð voru. á eldspýtuoddana og sfokkana. En raddir þeirra voru styrkar, og því byrjuðu þær allar að tala hver í kapp við aðra. Annie Besant gat því lítið skilið í fyrstu af því, sem þær sögðu. Þær höfðu aldrei fyrr hitt nokkra manneskju, sem hafði haft það mikinn áhuga á kjörum þeirra, að hún hafði viljað hlusta á þær. Og kvartanir þeirra flæddu yfir hana í stríðum straumi. Á síðasta fjórðungi 19. aldar urðu miklar framfarir, hvað snerti kjör verkalýðsins, og bætt var úr margs konar óréttlæti og hætt að níðast eins á verkalýðnum og áður hafði tíðkazt. En þessi bættu kjör snertu samt frekar einstaka iðngreinar en verksmiðjuiðnað í heild. Því var það svo, að ýmiss konar ósvinna var enn við lýði í litlum verksmiðj,um, einkum í Lundúnum, enda þótt tals- verðar kjarabætur hefðu þegar náðst í stóru verksmiðjunum og vinnuskil- yrði batnað þar. Starfsemi stéttar- félaganna var enn næstum ein- göngu einskorðuð við faglærða starfsmenn. Hún náði lítið sem ekkert til hins mikla fjölda, sem var ófaglærður. Fyrir þá var enn lítið gert. Upplýsingarnar, sem verksmiðju- stúlkurnar veittu Annie Besant þennan dag um kjör sín, snertu því lítt þekktan og næstum algerlega vanræktan þátt verkalýðsmála. Og brátt varð vasabók hennar því næst- um troðfull af alls konar upplýsing- um starfsskilyrði og kjör þessara verksmiðj ustúlkna. Þær fengu laun reglulega, þegar þær voru við störf, þótt þau væru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.