Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 109

Úrval - 01.10.1967, Blaðsíða 109
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI... 107 um að standa þeim snúning. Banda- ríska ríkisstj órnin varð því að hjálpa löggæzluliði þessara héraða til þess að viðhalda lögum og rétti, og því sendi hún ríkislögreglufulltrúa á vettvang. Og Bill Tilghman var frægastur þeirra allra. Menn sögðu, að enginn hefði nokkru sinni séð honum bregða og enginn hefði heldur heyrt hann hrópa og kalla, þótt eitthvað gengi á. Enginn hafði heldur séð hann grípa til byssunnar í reiði. En það hafði heldur enginn séð hann grípa til byssunnar að árangurs- lausu. Alltaf hafði hann náð þeim, sem hann ætlaði að hremma, því að hann var geysilega góð skytta og viðbrögð hans voru alveg leiftur- snögg. Eitt sinn hafði þjófur einn og morðingi, sem gekk undir nafn- inu Hálfmána-Sam, gert sig líkleg- an til þess að taka upp byssuna inni í krá einni og skjóta á Tilghman. Það lék enginn vafi á því, að hann hafði í hyggju að skjóta Tilghman. En Tilghman hafði skotið hann, áð- ur en honum tækist að miða byss- unni. Hálfmána-Sam var jafnvel ekki búinn að ná henni alveg upp úr hylkinu. Vegna þess frægðarorðs, sem fór af Tilghman, gat ekki hjá því farið, að honum væru fengin hættuleg- ustu verkefnin til úrlausnar. Þeir eftirlýstu afbrotamenn, sem vakið höfðu athygli Tilghmans, óttuðust hann mjög, en þeir vissu samt, að þeir gátu treyst heiðarleika hans og sanngirni og jafnvel vissri tillits- semi í þeirra garð. Sem dæmi um slíkt mætti nefna meðferð hans á „Litla-Bill“ Raidler, þegar Tilgh- man vann að því að rekja slóð hins alræmda Doolingglæpaflokks og handsama meðlimi hans, en það var helzta viðfangsefni hans í fjögur ár samfleytt. Raidler var potturinn og pannan í flokknum, enda var hann lang- gáfaðastur þessara afbrotamanna. Hann var ættaður frá Pennsylvaníu og var af hollenzkum ættum. Hann var vel lesinn í sígildum bókmennt- um og þuldi kafla úr verkum Chaucers, þegar hann var fullur, og olli það hinum afbrotamönnun- um sárum leiðindum. Tilghman rakti slóð hans að eyðibýli einu, og hann hann leyndist þar einn á bænum. Þeir skiptust á skotum, og Raidler særðist ilíilega í þeirri viðureign. Strax og Tilghman uppgötvaði, að mótstöðumaður hans var enn á lífi, lagði hann hann upp ó vagn, sem hann hafði tekið á leigu, og ók alla nóttina til þess að reyna að ná til læknis. Tilghman kom honum fyrir á sjúkrabörum í farangursvagni Santa Felestarinnar og ók með hon- um til Guthrie og gaf honum lyf á klukkustundarfresti. Hann bjargaði lífi Litla-Bills. Raidler var dæmdur fyrir iestar- rán og fékk 10 ára dóm. Eftir 6 ára fangavist skrifaði hann Tilghman og fór fram á aðstoð hans til þess að útvega sér náðun. Tilghman fór á fund náðunarnefndarinnar og mælti með því, að Raidler yrði náðaður, og studdi málstað hans. Honum tókst að fá Raidler lausan úr fangelsinu, og síðan hjálpaði hann honum til þess að setja á stofn tóbaksverzlun, þar sem þessi fyrrverandi afbrota- maður seldi síðan vindla það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.