Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 109
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI...
107
um að standa þeim snúning. Banda-
ríska ríkisstj órnin varð því að hjálpa
löggæzluliði þessara héraða til þess
að viðhalda lögum og rétti, og því
sendi hún ríkislögreglufulltrúa á
vettvang.
Og Bill Tilghman var frægastur
þeirra allra. Menn sögðu, að enginn
hefði nokkru sinni séð honum
bregða og enginn hefði heldur heyrt
hann hrópa og kalla, þótt eitthvað
gengi á. Enginn hafði heldur séð
hann grípa til byssunnar í reiði. En
það hafði heldur enginn séð hann
grípa til byssunnar að árangurs-
lausu. Alltaf hafði hann náð þeim,
sem hann ætlaði að hremma, því að
hann var geysilega góð skytta og
viðbrögð hans voru alveg leiftur-
snögg. Eitt sinn hafði þjófur einn
og morðingi, sem gekk undir nafn-
inu Hálfmána-Sam, gert sig líkleg-
an til þess að taka upp byssuna inni
í krá einni og skjóta á Tilghman.
Það lék enginn vafi á því, að hann
hafði í hyggju að skjóta Tilghman.
En Tilghman hafði skotið hann, áð-
ur en honum tækist að miða byss-
unni. Hálfmána-Sam var jafnvel
ekki búinn að ná henni alveg upp
úr hylkinu.
Vegna þess frægðarorðs, sem fór
af Tilghman, gat ekki hjá því farið,
að honum væru fengin hættuleg-
ustu verkefnin til úrlausnar. Þeir
eftirlýstu afbrotamenn, sem vakið
höfðu athygli Tilghmans, óttuðust
hann mjög, en þeir vissu samt, að
þeir gátu treyst heiðarleika hans og
sanngirni og jafnvel vissri tillits-
semi í þeirra garð. Sem dæmi um
slíkt mætti nefna meðferð hans á
„Litla-Bill“ Raidler, þegar Tilgh-
man vann að því að rekja slóð hins
alræmda Doolingglæpaflokks og
handsama meðlimi hans, en það var
helzta viðfangsefni hans í fjögur ár
samfleytt.
Raidler var potturinn og pannan
í flokknum, enda var hann lang-
gáfaðastur þessara afbrotamanna.
Hann var ættaður frá Pennsylvaníu
og var af hollenzkum ættum. Hann
var vel lesinn í sígildum bókmennt-
um og þuldi kafla úr verkum
Chaucers, þegar hann var fullur,
og olli það hinum afbrotamönnun-
um sárum leiðindum. Tilghman rakti
slóð hans að eyðibýli einu, og hann
hann leyndist þar einn á bænum.
Þeir skiptust á skotum, og Raidler
særðist ilíilega í þeirri viðureign.
Strax og Tilghman uppgötvaði, að
mótstöðumaður hans var enn á lífi,
lagði hann hann upp ó vagn, sem
hann hafði tekið á leigu, og ók alla
nóttina til þess að reyna að ná til
læknis. Tilghman kom honum fyrir
á sjúkrabörum í farangursvagni
Santa Felestarinnar og ók með hon-
um til Guthrie og gaf honum lyf á
klukkustundarfresti. Hann bjargaði
lífi Litla-Bills.
Raidler var dæmdur fyrir iestar-
rán og fékk 10 ára dóm. Eftir 6 ára
fangavist skrifaði hann Tilghman og
fór fram á aðstoð hans til þess að
útvega sér náðun. Tilghman fór á
fund náðunarnefndarinnar og mælti
með því, að Raidler yrði náðaður,
og studdi málstað hans. Honum tókst
að fá Raidler lausan úr fangelsinu,
og síðan hjálpaði hann honum til
þess að setja á stofn tóbaksverzlun,
þar sem þessi fyrrverandi afbrota-
maður seldi síðan vindla það sem