Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 51
VERKFALL STÚLKNANNA ....
49
að þær eru vannærðar, kúgaðar,
vegna þess að þær eru hjálparvana,
og síðan er þeim kastað burt, þegar
þær eru orðnar útþrælkaðar. Hver
lætur sig það nokkru skipta, hvort
„eldspýtnastúlkurnar“ deyja eða
fara á götuna, svo framarlega sem
hluthafarnir í Bryant & May fá sín
23%.
En „The Link“ var aðeins lítið
og fremur lítt þekkt tímarit og upp-
lag þess ósköp lítið. Og því hefði
auðveldlega getað farið svo, að orð
hennar hefðu ekki vakið neina eft-
irtekt. Annie Besant vildi verða viss
um, að þau vektu athygli, og því
sendi hún hr. Theodore Bryant ein-
tak af tímaritinu, en hann var einn
af forstjórum verksmiðjunnar. Með
því sendi hún bréf og spurði í því
hvort staðhæfingar hennar væru
ekki réttar. Hún fékk tafarlaust
svar í símskeyti: „Bréf móttekið í
morgun. Eintómar lygar. Mál verður
höfðað vegna greinarinnar. „Bry-
ant.“
En verksmiðjueftirlitsmaðurinn í
Bowstræti hafði tafarlaust hafið
rannsókn á sumum af kvörtununum,
sem frú Besant hafði borið upp við
hann. Það var strax hætt að sekta
verksmiðjustúlkurnar, og Bryant &
May gáfu út yfirlýsingu til blað-
anna, þar sem því var lýst yfir, að
nú væri hætt við slíkar sektir, en
yfirlýsing þessi var óbein viður-
kenning á því, að stúlkurnar hefðu
áður verið sektaðar. Þrjár af stúlk-
unum, sem höfðu talað við Annie
Besant skammt frá verksmiðjunni
eftir lokunartíma og borið fram
kvartanir sínar við hana, voru svo
reknar fyrir „óhlýðni1 þrem dögum
síðar. Annie Besant skrifaði tafar-
laust öllum dagblöðum landsins bréf,
þar sem hún lýsti því, hvað gerzt
hafði, og fór fram á, að blöðin beittu
sér fyrir fjársöfnun handa stúlkxm-
um. En einu dagblöðin, sem birtu
bréf hennar, voru The Pall Mall
Gazette“ og The Star.“ Og daginn
eftir birtingu bréfsins birti „The
Star“ svarbréf frá Bryant & May,
þar sem því var neitað, að brott-
rekstur stúlknanna hefði á nokkurn
hátt verið tengdur þeirri staðreynd,
að þær höfðu rætt við Annie Besant.
Hún fékk líka annað bréf þennan
dag. Það hafði verið hripað á gróf-
an skrifpappír með næstum ólæsi-
legri hendi . Bréfið hljóðaði svo:
„Mín kæra frú. Við þökkum yður
kærlega fyrir vingjarnlegan áhuga,
sem þér hafið sýnt okkur vesalings
stúlkunum, og vonum, að yður gangi
vel í því, sem þér hafið tekið yður
fyrir hendur. Kæra frú, þeir hafa
verið að reyna að fá stúlkurnar til
þess að segja, að það séu allt ein-
tómar lygar, sem hafa verið prentað-
ar og reyna að fá þær til þess að
skrifa undir skjöl um, að það séu
allt lygar. Kæra frú, enginn veit,
hvað við verðum að þola, og við
skrifum ekki undir skjölin. Kæra
frú, við vonum, að þér látið okkur
vita um það, ef það verður einhver
fundur. Með beztu óskum til yðar,
kæra frú, fyrir þann kærleika, sem
þér hafið sýnt okkur stúlkunum.“
Annie Besant skildi ekki í fyrstu,
frá hverju var verið að skýra henni
í bréfinu, en hún gerði nokkrar
fyrirspurnir og uppgötvaði þá, að
stjórn verksmiðjunnar hafði skipað
verkstjórunum að láta allar stúlk-