Úrval - 01.03.1969, Síða 60
58
ÚRVAL
Lakast er að þessir brestir kveða
við án nokkurs fyrirvara. Getur
lostið — að því er sumir læknar
telja — valdið álagsmæðu, ef til vill
ýtt undir myndun magasárs, hjarta-
bilun og geðtruflunum hjá fólki,
sem veilt er fyrir þessháttar sjúk-
dómum. Ekki er heldur útilokað að
brestirnir geti orsakað heyrnarbil-
un.
Hljóðframar flugvélar í mótbyr.
Það virðist næstum augljóst, að
ekki verði komizt hjá að banna flug
hljóðframra flugvéla yfir byggðum
á meðan tæknifræðingunum hefur
ekki tekizt að draga úr gný þeirra.
Að hljóðframar flugvélar á úthafs-
leiðum verði að halda sig innan
hljóðhraðatakmarkanna þangað til
þær eru komnar langt undan landi
og draga svo aftur úr hraðanum,
þegar þær nálgast land.
Tæknifræðingar eru hinsvegar
sannfærðir um, að unnt verði að
smíða hljóðframar vélar, sem fari
það hljóðlega að þær geti flogið yfir
byggðum. Vonir standa til um að
tekizt hafi að draga úr þrýstings-
aukanum af völdum þrýstilofts-
bylgjunnar um allt að 30%, um það
leyti sem hljóðframar flugvélar
verða teknar í notkun á áætlunar-
leiðum, eða um 1975. Sérfræðingar
hjá NASA — bandarísku flug- og
geimferðastofnuninni — telja að nú
þegar sé unnt að lækka þrýstings-
aukann niður í 5-6,5 kg. á fermetra.
Það væri mikil framför, en þó væri
of mikið á of marga lagt, eftir sem
áður.
Það tekur mörg ár að teikna,
smíða og prófa nýja flugvélagerð,
og fyrir það verður litlu um þokað
hvað snertir fyrstu „kynslóðina" af
hinum hljóðfrömu flugvélum —
þær eru fullsmíðaðar að kalla, svo
þar koma aðeins smávægilegustu
breytingar til greina. Öðru máli
gegnir um næstu kynslóð þeirra,
sem gera má ráð fyrir að tekin
verði í notkun fyrir 1990 — þar
verður um að ræða gagngerar
breytingar til hins betra.
Þeir hjá NASA vinna nú að til-
raunum með lítil flugvélalíkön, sum
ekki nema 7—8 mm. á stærð, sem
prófuð eru í stormgöngum til að
finna þær lofthreyfilínur, sem
minnstum gný valda. Meðal annars
hefur það komið á daginn að vélar
með breiðu stefni orsaka meiri
þrýsting en mjóar og rennilegar
flugvélar, en þó dregur fyrr úr hon-
um, einhverra orsaka vegna og
áhrifin verða tiltölulega lítil, þegar
þrýstiloftsbylgjan nær til jarðar.
Samt sem áður verður loftmótstað-
an meiri en svo, að slík flugvélagerð
yrði nothæf.
Þá hafa einnig verið gerðar til-
raunir með mjög langar og mjóar
gerðir, og hafa þær leitt í ljós að
með því móti má draga svo úr
þrýstingsaukanum, að enginn brest-
ur verði af. En það er einnig óraun-
hæf lausn. Hljóðframar farþega-
flugvélar, þær sem nú eru í smíð-
um, eru 90 m á lengd. Ef leysa ætti
vandamálið á áðurnefndan hátt,
yrðu flugvélarnar um 180 m á lengd
en mættu þó ekki þyngjast frá því,
sem nú er.
Loks hafa tæknifræðingar hug-
leitt hvort hugsanlegt sé að „hag-
ræða“ þannig loftinu fyrir stefni
flugvélarinnar — með rafmagni,