Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 60

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 60
58 ÚRVAL Lakast er að þessir brestir kveða við án nokkurs fyrirvara. Getur lostið — að því er sumir læknar telja — valdið álagsmæðu, ef til vill ýtt undir myndun magasárs, hjarta- bilun og geðtruflunum hjá fólki, sem veilt er fyrir þessháttar sjúk- dómum. Ekki er heldur útilokað að brestirnir geti orsakað heyrnarbil- un. Hljóðframar flugvélar í mótbyr. Það virðist næstum augljóst, að ekki verði komizt hjá að banna flug hljóðframra flugvéla yfir byggðum á meðan tæknifræðingunum hefur ekki tekizt að draga úr gný þeirra. Að hljóðframar flugvélar á úthafs- leiðum verði að halda sig innan hljóðhraðatakmarkanna þangað til þær eru komnar langt undan landi og draga svo aftur úr hraðanum, þegar þær nálgast land. Tæknifræðingar eru hinsvegar sannfærðir um, að unnt verði að smíða hljóðframar vélar, sem fari það hljóðlega að þær geti flogið yfir byggðum. Vonir standa til um að tekizt hafi að draga úr þrýstings- aukanum af völdum þrýstilofts- bylgjunnar um allt að 30%, um það leyti sem hljóðframar flugvélar verða teknar í notkun á áætlunar- leiðum, eða um 1975. Sérfræðingar hjá NASA — bandarísku flug- og geimferðastofnuninni — telja að nú þegar sé unnt að lækka þrýstings- aukann niður í 5-6,5 kg. á fermetra. Það væri mikil framför, en þó væri of mikið á of marga lagt, eftir sem áður. Það tekur mörg ár að teikna, smíða og prófa nýja flugvélagerð, og fyrir það verður litlu um þokað hvað snertir fyrstu „kynslóðina" af hinum hljóðfrömu flugvélum — þær eru fullsmíðaðar að kalla, svo þar koma aðeins smávægilegustu breytingar til greina. Öðru máli gegnir um næstu kynslóð þeirra, sem gera má ráð fyrir að tekin verði í notkun fyrir 1990 — þar verður um að ræða gagngerar breytingar til hins betra. Þeir hjá NASA vinna nú að til- raunum með lítil flugvélalíkön, sum ekki nema 7—8 mm. á stærð, sem prófuð eru í stormgöngum til að finna þær lofthreyfilínur, sem minnstum gný valda. Meðal annars hefur það komið á daginn að vélar með breiðu stefni orsaka meiri þrýsting en mjóar og rennilegar flugvélar, en þó dregur fyrr úr hon- um, einhverra orsaka vegna og áhrifin verða tiltölulega lítil, þegar þrýstiloftsbylgjan nær til jarðar. Samt sem áður verður loftmótstað- an meiri en svo, að slík flugvélagerð yrði nothæf. Þá hafa einnig verið gerðar til- raunir með mjög langar og mjóar gerðir, og hafa þær leitt í ljós að með því móti má draga svo úr þrýstingsaukanum, að enginn brest- ur verði af. En það er einnig óraun- hæf lausn. Hljóðframar farþega- flugvélar, þær sem nú eru í smíð- um, eru 90 m á lengd. Ef leysa ætti vandamálið á áðurnefndan hátt, yrðu flugvélarnar um 180 m á lengd en mættu þó ekki þyngjast frá því, sem nú er. Loks hafa tæknifræðingar hug- leitt hvort hugsanlegt sé að „hag- ræða“ þannig loftinu fyrir stefni flugvélarinnar — með rafmagni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.