Úrval - 01.12.1969, Síða 16
14
ÚRVAL
Kissínger, „vegna þess að árangur
starfsins er svo mjög kominn undir
næsta óljósum, en samt mjög per-
sónulegum tengslum við forsetann.“
En Kissinger, sem er 46 ára að
aldri, tók samt við starfi þessu. Og
síðan hefur hann unnið sér það álit
að vera áhrifaríkasti ráðgjafi for-
setans í utanrikismálum. Hann átti
drjúgan þátt í stefnubreytingunni
um algera ,,yfirburði“ í kjarnorku-
málum og taka þess í stað upp
stefnu, sem miðar að „nægilegum"
styrkleika á sviði kjarnorkunnar.
Það var hann, sem átti mestan þátt
í skipulagningu velheppnaðra ferða
Nixons til Evrópu í febrúar og til
Asíu í júlí. Hann er einn helzti
hvatamaður að viðleitni Banda-
ríkjastjórnar til þess að komast að
einhvers konar samningum, hvað
snertir styrjöldina í Vietnam. Hanm
gegndi þýðingarmiklu hlutverki,
hvað snerti ákvörðun forsetans
varðandi „Safeguard“ flugskeyta-
varnarkerfið, enn fremur hvað
snerti viðbrögð Bandaríkjastjórnar
gagnvart þeim atburði, er Norður-
Kóreumenn slcutu niður bandaríska
EC-121 flugvél.
Áhrif Kissingers hafa verið kom-
in undir áliti og mati forsetans á
honum, persónulegri afstöðu for-
setans gagnvart honum. Um þetta
atriði farast H. R. Haldeman, hátt-
settum embættismanni í stjórn
Nixons, svo orð: „Henry hefur
komizt í mjög náið persónulegt
samband við forsetann á mjög
stuttum tíma. Báðir hugsa þeir hratt
og kerfisbundið. Forsetanum er illa
við allar óþarfa umbúðir. Hann vill
komast að kjarna málsins umbúða-
laust, og það gerir Henry sannar-
lega. Forsetinn spyr margra spurn-
inga, þegar hann verður að taka
ákvörðun í einhverju máli, og
Henry hefur alltaf lært lexíurnar
sínar heima og unnið heimavinn-
una sína refjalaust. Það eru ekki
margir menn, sem forsetinn ....
eða nokkur forseti gæti haft
svo gott samstarf við.“
Hvað Kissinger snertir, þá ein-
kenndist afstaða hans gagnvart
hinum nýja húsbónda fyrst af vissri
gagnrýni, en nú ber hann óskerta
virðingu fyrir honum. Athugasemd-
ir þær, sem hann lætur sér um
munn fara, einkennast af varfærni,
að nokkru leyti af því að hann er
að eðlisfari varkár og sjálfstæður
maður, sem er ákveðinn í að líta
ekki út sem skoðanaleysingi eða
jábróðir. Hann álítur sem sé, að
mörgum aðstoðarmönnum og ráð-
gjöfum forsetans hætti einmitt til
slíks. Um forsetann hefur hann
þetta að segja: „Hann snýr sér allt-
af beint að því málefni, sem um er
að ræða hverju sinni. Það er auð-
velt að eiga samskipti við hann.
Hann er skarpskyggn. Hann les
allt, sem fyrir hann er lagt. Hann
hefur jafnan verið taugastyrkur,
þegar hættuástand hefur skapazt.
Ég virði hann mjög mikið.“
Það hefur ekki hjá því farið, að
menn hafi velt því fyrir sér, hversu
mikil áhrif þeir Kissinger, William
P. Rodgers innanríkisráðherra og
Melvin Laird varnarmálaráðherra
hafa haft á ákvarðanir forsetans í
utanríkismálum, þ.e. hversu mikil
áhrif hver af þeim hefur haft. Um
þetta hefur demokrati einn í hárri