Úrval - 01.12.1969, Page 111
SVEITALÆKNIR
109
inn var krufinn vandlega við lík-
krufningu og allt útskýrt mjög ýt-
arlega, vegna þess að við yrðum
kannske að fást við illkynjað kvið-
slit í starfi okkar. Við fórum eftir
þessum margendurteknu spakmæl-
um innan læknastéttarinnar: „Mað-
ur þarf ekki að vita mikið til þess
að stunda lækningar, en maður
verður að vita þetta litla, sem mað-
ur veit, alveg út í yztu æsar.“
Læknanemarnir nú á dögum vita
á hinn bóginn svolítið um geysi-
margt, sem menn létu sig ekki
dreyma um á okkar dögum. En það
var gert meira að því þá að láta
læknanemana læra og muna grund-
vallarstaðreyndir um algengustu
sjúkdóma. Við þekktum lyfin bet-
ur, og við þekktum hin hagnýtu not
þeirra, jafnvel þótt við þekktum
ekki efnafræðileg og líffræðileg
hugmyndakerfi þeirra. Nú er svo
komið, að engum vísindalega þjálf-
uðum ungum lækni kæmi til hugar
að nota lyf, sem ekki hefði þegar
reynzt hafa vissar verkanir í til-
raunarannsóknastofu. Hann krefst
fyllsta öryggis.
Læknarnir í gamla daga gerðu
sér grein fyrir þeirri staðreynd, að
sjúklingurinn hefur fyrst og fremst
áhuga á því að losna við þjáning-
arnar. Og þeir vissu líka, að það var
oft mögulegt að ákvarða það, á
hvaða stigi þjáningarnar voru, um
leið og þeir tóku til sinna ráða til
þess að vinna bug á þeim. Ef gagns-
lítið lyf dregur mjög úr eða eyðir
„hræðilegum verk“, þá þýðir það,
að verkurinn hefur ekki verið svo
mjög „hræðilegur". Oft hafði það
meira að segja, hvað sjúklingurinn
áleit, að við læknarnir gerðum held-
ur en það, sem við gerðum í raun
og veru. Sá læknir, sem skellir
skollaeyrunum við þjáningum sjúk-
lingsins og pantar bara blóðrann-
sókn, Wassermannsrannsókn og
efnafræðilegar prófanir af ýmsu
tagi, hefur glejrmt því, að sjúkdóm-
urinn á upptökin sín og endalok í
líkama mannlegrar veru.
Gæti ég lifað ævi mína á ný, þá
mimdi ég kjósa gömlu kennarana
mína aftur. Þeir fullnægðu að vísu
í mjög misjafnlega ríkum mæli ein-
hverjum allsherjarkröfum upp til
hópa, heldur var þar um að ræða
sundurleita hjörð. Og það getur ver-
ið, að þeir hafi miðlað okkur lækna-
nemunum heldur takmarkaðri þekk-
ingu. En þeir miðluðu okkur í rík-
um mæli viljanum til þess að fram-
kvæma, viljanum til þess að leitast