Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 37
MESTI LYGARI HEIMSINS
35
að leita hins mikla ævintýris, og hér
er það sem Polo-ættin kemur til
sögunnar.
Einn góðan veðurdag yfirgáfu
tveir bræður — Nicolo og Matteo
Polo — ítalska grund til að leita
gulls og gimsteina úti í hinu mikla
tómi. Tíu árum seinna snéru þeir
heim aftur eftir óteljandi viðburði
og ævintýri. Höfðu þeir lagt leið
sína gegnum Bokhara og Persíu,
en þar höfðu þeir slegizt í för með
sendinefnd, er Persakonimgur gerði
út á fund Kínakeisara, — hins nafn-
kunna Kublai.
Ríki hans var Rómaveldi Asíu,
— aðeins víðlendara, voldugra og
fólksfleira. Jós hann gjöfum yfir
Feneyjabúana tvo við brottför
þeirra. Meðal annars gaf hann þeim
gulltöflu á stærð við mannsandlit,
þar sem á voru rist leturtákn og
mynd keisara. Verkaði taflan sem
dularfullt vegabréf hvarvetna á
heimleiðinni, og náðu þeir bræður
heilu og höldnu til Feneyja, með
gullið, gjafirnar — og bréf til páfa
frá hinum stórvolduga þjóðhöfðingja
Kína.
En þar biðu Nicolo sorgartíðindi:
Kona hans var látin. En sonur hans,
sem verið hafði fimm ára hnokki,
þegar hann fór að heiman, var nú
orðinn stór og sterklegur piltur
15 ára að aldri, og hlýddi með op-
inn munn af undrun á hinar ótrú-
legu sagnir föður síns og frænda.
Feneyjar voru í þá tíð glæsileg-
asta borg Norðurálfunnar, en nú
hafði hún misst ljóma sinn í aug-
um þeirra bræðra. Þeim fannst hún
fremur menningarsnauð og sveita-
leg, — og einn góðan veðurdag
lögðu þeir aftur af stað og héldu
austur á bóginn til hirðar Kublais.
Og nú tóku þeir Marco með sér,
þótt ekki væri hann eldri en fimm-
tán ára. Voru það mikil viðbrigði
hinum unga manni, en þetta varð
fyrsta spor hans á lífsleið, er síðar
varð full af frægð og ævintýrum.
Leið þeirra lá austur til Armeníu
og Persínu, yfir hina miklu pers-
nesku eyðimörk, yfir KórassanfjöU
til dalanna í Hindu-kush og Pamír-
hásléttunnar, meðfram Takla Mark-
an eyðimörkinni og Góbí eyðimörk.
Síðan yfir Norður-Kína til höfuð-
borgar Kublai Khans, Kanbalig, eða
réttara sagt Kambúlak.
Og þar bjó Marco Polo ásamt föð-
ur sínum og frænda í samfleytt
seytján ár, þangað til minningarnar
um borgarsíki Feneyja urðu þeim
of rammar. Urðu þeir meiri virð-
ingar aðnjótandi en æðstu menn
landsins innfæddir. Mátti ekki sízt
segja það um Marco, er ferðaðist
í opinberum erindagjörðum um hið
risavaxna kínverska ríki þvert og
endilangt. Komst hann alla leið til
landamæra Tíbets, Jun Nan, Burma
og jafnvel til Indlands.
Það var sannkallaður sorgardagur
í Kína, er Feneyjabúarnir þrír héldu
af stað, hlaðnir gjöfum. Og á kveðju-
stund sýndi keisarinn bezt, hve
óskorað traust hann bar til þessara
útlendinga, er hann fól þeim að
fylgja prinsessu, sem átti að gift-
ast Persakonungi, til sinna nýju
heimkynna.
Þegar fyrsti gondólinn á síkjum
Feneyja kom í augsýn, voru þeir
Matteo og Nicolo orðnir gamlir