Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 107

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 107
SVEITALÆKNIR 105 erndaðu okkur, ó, góði Guð, fyrir barnaveik- inni!“ Faðir minn mælti þessi orð ætíð við morgunbænir sín- ar. Og það voru þau, sem komu mér fyrst í kynni við harmleik sjúkdómanna í mannheimum. Andrúmsloftið á heimili okkar þennan morgun var rafmagnað. Pabbi fór út, klæddur í sunnudaga- fötin sín. Mamma gekk fram og aft- ur um gólfið. Hún var föl og þögul. Síðar kom löng runa af hestvögnum eftir veginum. Og í fyrsta vagnin- um voru nokkrir ílangir kassar. Pabbi kom svo seint heim og sagði bara: „Fimm í viðbót.“ Átta af níu börnum í einni fjölskyldu höfðu dáið úr barnaveiki á tíu dög- um. Það var aðeins eftir níu mán- aða barn, sem móðirin bar nú með sér allan liðlangan daginn, er hún sinnti húsverkunum. Saga flestra fjölskyldna á þeim tímum sýndi að einhverjir innan fjölskyldunnar höfðu dáið úr ein- hverjum smitandi barnasjúkdómi. Barnaveikin var verst þeirra allra, en skarlatssóttin geisaði um heilu byggðarlögin og olli stundum dauða, en stundum olli hún heyrnarleysi og málleysi. Mislingar voru að vísu ekki eins bráðhættulegir, en samt ollu þeir stundum dauða. Þessar farsóttir voru álitnar geisa sam- kvæmt vilja æðri máttarvalda, og báðu menn hin æðri máttarvöld sí og æ um vernd gegn slíkum háska. Menn beindu ekki slíkum bænum að læknavísindunum, því að það var þá ekki um nein læknavísindi að ræða. Menn höfðu þá ekki enn uppgötvað, að sýklar orsökuðu sjúk- dóma. Bólusótt var eini smitandi sjúkdómurinn, sem læknarnir kunnu að fást við. Og samt gerðist það stundum, að ófullkomin bólusetning orsakaði sýkingu. Og ekki gekk bet- ur, hvað snerti aðra sjúkdóma en landfarsóttir. Læknar urðu ekki var- ir við bráða sýkingu og eitrun í kviðarholi, fyrr en lífhimnubólga hafði breiðzt út um allt kviðarholið. Þá var slíkt bara kallað „bólga í innyflum“, vegna hinnar miklu fá- kunnáttu. Krufning var ekki leyfð, þar eð hún var álitin vera hið sama og helgispjöll. Og því var jafnvel ekki gerð sjúkdómsgreining eftir dauða sjúklingsins. Af þeim sökum voru sömu vitleysurnar endurtekn- ar sí og æ. I sveitahéruðum voru skurðað- gerðir við jafnvel hinum einföldustu meiðslum næstum alveg óþekkt fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.