Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 73
71
• SÓLIN RANN-
SÖKUÐ
Frá sjónarmlði
mannsins er sólin sjálf
mikilvægasti iiluti sól-
kerfis þess, sem jörðin
telzt til, meðal annars
vegna þess að án henn-
ar væri allt jarðneskt
líf óhugsanleigt. Jafn-
vel frumstæðustu þjóð-
flokkar fyrr á öldum
gerðu sér ósjálfrátt
grein fyrir þessu, eins
og frarn kemur í sól-
dýrkun þeirra. Páll
postuli komst vist þann-
ig að orði, að við lifð-
um í trú en ekki skoð-
un, en samt er það nú
þannig, að nútímamað-
urinn lætur sér ekki
nægja að trúa því að
sólin sé móðir alls lífs
í jarðneskum skilningi,
heldur vill hann geta
myndað sér skoðun um
hvernig á því stendur.
1 því skyni hafa nokkr-
ir igervihnettir, búnir
hinum ifullkomnustu og
fjölbreyttustu mæli-
tækjum verið settir á
braut umhverfis jörðu,
sá siðasti nú í ágúst-
mánuði s.l.., sem ein-
göngu er ætlað að fást
við rannsóiknir é ýms-
um „sólrænum" fyrir-
bærum, ef svo mætti að;
orði komast, meðal
annars hinum svo-
nefndu sólgosum, sem
vitað er að valda segul-
stormum i gufuhvolfi
jarðar — á stundum
svo sterkum, að þeir
útiloka öll fjarskipti á
vissum bylgju'lengdum
um lengri eða skemmri
tima. Þessi gervihnött-
ur er sá sjötti í röð-
inni, sem skotið er á
loft í þeim tilgangi, og
langsamlega sá full-
komnasti, en ráðgert er
að skjóta „tvibura"
hans á loft á næsta
sumri. Upplýsingar þær,
sem borist hafa þegar
frá þessum gervihnetti,
ve'kja vonir um það
meðal vísindamanna, að
þekking þeirra á „móð-
ur alls lifs“ aukist að
miklum mun á næstu
árum.
• RANNSÓICNIR
Á HAFSBOTN-
INTJM
Rannsóknir á hafs-
botninum eru nú stund-
aðar af miklu kappi,
meðal annars hafa
Bandaríkjamenn smið-
að sérstakt skip til
þeirra hluta, Glomar
Cahllenger, sem gert er
út á vegum Scripps haf-
rannsöknastOifnunar-
innar í Kaliforníu.
Skipið er búið fjöl-
breyttustu og fulikomn-
ustu tækjum til botn-
rannsókna, meðal ann-
ars bor, sem náð getur
upp sýniskjörnum úr
botninum á miklu dýpi.
Teija vísindamenn, sem
starfa um borð í skip-
inu undir forystu dr.
Melvin N. A. Peterson,
að þeir hafi nú fundið
i sýniskjarna, sem náð-
ist norður af Karolina-
eyjum, menjar um elzta
ihafsbotn, sem enn er
um vitað — eða allt
að 140 milljón ára. Þá
telur Dr. Peterson og,
að rannsóknir þær, sem
gerðar hafa verið með
slikum borunum, renni
sterkum stoðum undir
landreks'kenningu dr.
W egeners.
i
• SJÁLF-
LÆKNANDI
TÖLVUR
Tölvurnar eru lýgileg
tæki frá sjónarmiði
ótæknilærðra manna.
Og ef til vill ekki
lygilegra en annað í
sambandi við þær, að
nú eru sérfræðimgar
vestur í Kaliforníu að
smíða tölvur, sem með-
al annars eiga að verða
þess umkomnar að
finna og skilgreina bil-
anir i sjálfum sér og
lagfæra þær — t.d. að
taka bilaða hluti úr
sambandi og tengja
varahluti í „lífkerfi"
sitt í þeirra stað. Eru
þessar „sjálflæknandi"
tölvur gerðar með það
fyrir augum, að þeim
verði valinn staður og
starfi í geimförum,
þegar þar að kemur.