Úrval - 01.12.1969, Side 121
SVEITALÆKNIR
119
lærdómi hafa flestir nútímaskurð-
læknar gleymt.
En gerum ráð fyrir, að hann
ákveði að framkvæma tafarlausa
skurðaðgerð á staðnum. Læknirinn
ræddi við sjúklinginn, meðan hann
sauð tæki sín í uppþvottafati heim-
ilisins, og notaði jafnframt tækifær-
ið til þess að eyða þeim ótta, sem
sjúklingurinn kunni að búa yfir.
Stundum tók gamansamur sjúkling-
ur fram brýni og bauðst til að brýna
„tækin“. Og stundum þáði læknir-
inn þetta boð. Það var álitið há-
punktur kímninnar. Ég álít enn, að
svo sé.
Svo var eldhúsborðið búið undir
uppskurðinn. Reyndist það ekki
heppilegt, var hægt að taka hurð af
hjörum og leggja hana á tvær tunn-
ur. B'blían og fjölskyldualbúmið
voru tekin af stofuborðinu og því
breytt í tækjaborð. Þegar þessum
undirbúningi var lokið, voru að-
stæðurnar orðnar næstum svipaðar
og á sjúkrahúsi, en þó var um þann
kost að ræða, að þarna var engin
hj úkrunarkona til þess að grípa
tækin og nudda af þeim raunveru-
legt eða ímyndað blóð og leggja þau
svo einhvers staðar, þar sem ekki
var hægt að teygja sig eftir þeim.
Þau voru bara kyrr í fatinu. Eftir
að bílarnir komu til sögunnar, ók
maður bílnum að eldhúsglugganum
og kveikti á framljósunum og not-
aði þau sem lýsingu. Einhver við-
staddra hélt á spegli og lét birtuna
endurkastast á skurðstaðinn. Það
er ekki til betri skurðstofulýsing.
Ef „spegilberinn“ féll í öngvit, varð
að fá annan og þá helzt konu. Það
líður sjaldan yfir konur, þótt þær
sjái blóð.
Sjúklingurinn var aðeins klæddur
úr nokkrum flíkum eða þeim ýtt til
hliðar, þegar hraðann varð að hafa
á eða væri mjög kalt í veðri. Stað-
deyfing án nokkurs aðstoðarmanns
var venjulegasta aðferðin. Og
dauðsföllin reyndust ekki tiltölu-
lega fleiri við þessar aðstæður en
á sjúkrahúsum nú á dögum. Og
smám saman fór ég að framkvæma
alls konar skurðaðgerðir með stað-
deyfingu, sem ég tók fram yfir
klóróform eða eter.
Ég horfði til baka til þessara tíma
með óblandinni ánægju. Enda bótt
„eldhússkurðaðgerðir“ væru erfið-
ar, þá var fjölbreytni og starfsgleði
þeim samfara. Ég hef framkvæmt
flestar hugsanlegar skurðaðgerðir í
sveitaeldhúsum. Vafalaust hef ég
bjargað mörgum mannslífum og
stofnað þar til vináttutengsla, sem
hafa ekki rofnð með árunum.
HIN PERSÓNULEGU TENGSL
Kannske er það þó eitt, er við
gömlu heimilislæknarnir lærðum,
sem er þýðingarmeira en allt ann-
að. Okkur lærðist sem sé að iðka
læknislistina sem listgrein. Það
reynir oft á þolrifin í hinum glögg-
skyggnustu læknum, er þeir þurfa
að greina á milli, hvað sé sjúkdóm-
ur og hvað sé bara tilfinningalegt
uppnám. Áður fyrr var til dæmis
mjög lítið um ,,kvensjúkdóma“, því
að kvenfólk var of önnum kafið til
þess að fá þá. Nú eru þeir aftur á
móti orðnir eitt helzta viðfangsefni
heimilislæknanna. Og það er ekkert
á sviði læknislistarinnar, sem krefst