Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 36

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL um. Allar samræður hljóðnuðu, tón- listin þagnaði og það varð dauða- þögn í hinum mikla veizlusal. Allt í einu dró hann kníf frá belti sér og sneið sundur kyrtil sinn, of- an frá og niður í gegn, með einu löngu hnífsbragði. Fataslitrin féllu á gólfið og í staðinn fyrir kaupmann þennan, klæddan lúðum flíkum, sáu orðlausir gestirnir ævintýraprins birtast á gólfinu, persónu, sem var eins og gengin beint út úr Þúsund og einni nótt, klædd silkiskrúða, með þungum gullkeðjum settum gimsteinum, er glitruðu skærar en kertaljósin. — Út úr leynivösum ultu demantar, smaragðar, tópasar, túrkísar — perlur á stærð við hænu- egg. Marco Polo leit fyrirlitlega á for- viða andlitin. Síðan snérist hann á hæli og gekk brott úr samkvæminu. Hann hafði fært sönnur á það í eitt skipti fyrir öll, að hann væri ekki „mesti lygari heimsins“. Höfðingum þeim og ríkismönn- um, er til staðar voru, þetta minn- isverða kvöld í Feneyjum, varð ljóst, að Marco Polo var annað og meira en hugmyndaríkur kaupmaður, er hafði skoðað sig nokkuð um í ver- öldinni. Þeir sannfærðust um að það væri rétt, að hann hefði haft aðsetur í borg með tíu milljónum íbúa, að hann hefði séð lifandi dreka, einhyrninga og fugla, sem gátu lyft heilum fíl í klónum. Fólk streymdi að úr öllum áttum til að hitta þennan mann, er stað- hæfði að hann hefði komizt á heims- enda. Og það trúði honum af hlut- um, sem það hafði þekkingu á: gulli og gimsteinum. Eigi að síður voru frásagnir hans svo ósennilegar, að í framtíðinni var honum ekki trú- að. Öldum saman var hann álitinn einskonar Múnchausen, prakkari, er skopaðist að samtíðarmönnum sín- um, og það er fyrst nú á síðari ár- um, að sagnir „meistara Marcos" hafa verið rannsakaðar í ljósi sög- unnar og reynzt sannleikanum sam- kvæmar að miklu leyti. Hann er hreinskilinn og athugull kaupmað- ur, er farið hefur um langa vegu að litast um, og segir blátt áfram frá því, sem hann hefur séð og heyrt. Sumsstaðar tekur hann munninn að vísu nokkuð fullan, fyrir kemur að hann ber fram óstaðfestar sögu- sagnir, en þungamiðjan, sjálfur kjarninn í hinum furðulegu frá- sögnum hans — það er sannleikur. Allt fram að upphafi 13. aldar var Asía — og það sem að baki hennar íá — fullkomlega framandi heimur. Menn vissu, að kryddvör- ur, eðalsteinar og þungir silkistrang- ar komu einhversstaðar þaðan inn- an að, og í hafnarborgunum fyrir botni Miðjarðarhafs sáu þeir sölu- búðir kaupmanna svigna undir munaðarvörmn, er báru vott um háþróaða menningu. En Djengis Kan og herflokkar hans höfðu, ef svo mætti segja, vak- ið forvitni vesturlandabúa eftir þessari voldugu lokuðu víðáttu. Trúboðar lögðu þangað leið sina, til að færa heiðingjum kristindóm- inn, og í fótspor þeirra fylgdu kaup- mennirnir. Voru það einkum kaup- menn frá Feneyjum — drottningu Adríahafsins — er tóku sig upp til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.