Úrval - 01.12.1969, Side 124
122
TJRVAL
þess í jafn ríkum mæli af læknin-
um, að hann beiti allri sinni snilli
í „meðhöndlun“ sjúklingsins.
Tilfinningalegt uppnám og streita
getur framkallað sjúkdómseinkenni,
án þess að um raunverulegan sjúk-
dóm sé að ræða. Mörg „krónisk"
botnlangatotan hafði verið tekin
burt án árangurs, áður en læknar
fóru að gera sér grein fyrir því, að
slíkt fyrirabrigði fyrirfinnst ekki.
Að baki margra sjúkdómseinkenna
giftra kvenna býr ótti, hatur eða
sorg. Heimilislæknirinn veit, að
mannskepnan er fyrst og fremst
dýrategund, sem lætur stjórnast af
líffræðjlegum hvötum, sem sam-
ræma þarf siðareglum kristninnar.
Eigir þú við einhver vandamál að
stríða, skaltu bara halda á hans
fund. Hann veit, að tíminn mun oft
færa sjúklingnum lækningu, geti
hann bara verndað hann gegn
skurðlækninum.
Sálfræðilegt ástand „sjúklings"
þess, sem er síkvartandi, einkennist
af innhverfum huga og sjálfsmeð-
aumkun. Margir þeir, sem þjást af
„magakvillum“, þjást bara af ofáti
og aðgerðarleysi. En samt eru slík-
ir „sjúklingar“ ekki endilega að
gera sér upp hina og þessa kvilla,
vísvitandi, heldur eiga þeir oft og
tíðum raunverulega bágt á ýmsan
hátt. Sérfræðingur, sem lýsir yfir
því, að. það gangi ekkert að þeim,
getur gert mikið illt. 22 ára gömul
kennslukona varð skyndilega ófær
um að kyngja, þótt ekki væri vitað
um neina orsök til slíks. f 10 daga
samfleytt nærðist. hún aðeins á
svolitlu vatni og horaðist óskaplega.
Þrátt fyrir andmæli hennar setti ég
svera slöngu niður í kok hénni. Ég
var ekki alveg viss um, að þessi
eina aðgerð nægði til þess að lækna
hana. Reyndist svo ekki, yrði að
endurtaka hana. En hún læknaðist
algerlega og tók til að nærast á eðli-
legan hátt. Tveim vikum síðar
skýrði sérfræðingur föður hennar
frá, að það gengi í rauninni ekkert
að stúlkunni. Og faðirinn athyrti
hana þá fyrir að valda sér óþörfum
útgjöldum. Þá brá svo við, að allt
sótti í sama horf aftur og hún hætti
að geta kyngt. En orsökin var í
rauninni tilfinningalegs eðlis. Ég
komst síðar að því, hver hinn ótrúi
elskhugi var.
Mörgum sjúklingum nægir að fá
róandi lyf og finna skilningsríka
afstöðu iæknisins. Stundum tekst
lækninum jafnvel að fá þá til þess
að beita sjálfsgagnrýni og sjá sjálfa
sig í réttu ljósi. Barnlaus kona, 45
ára að aldri, kvartaði yfir alls konar
kvillum. Ég útskýrði það fyrir
henni, að „taugaspenna“ sé oft og
tíðum ekki sjúkdómur í sjálfu sér
heldur andlegt ástand. Og ég lagði
áherzlu á, að manni yrði að lærast
að lifa í sátt við sjálfan sig ...
einnig gallana. Ég minnti hana á,
að mörg mestu afrek mannkynsins
væru unnin af „taugaspenntu“
fólki. Og fleira sagði ég henni í
svipuðum dúr.
Hún svaraði fýlulega: „Ég skil
ekki, hvers vegna ég get ekki verið
heilsugóð eins og aðrar konur.“
„Frú mín góð,“ svaraði ég, „það
hefur aldrei verið uppgötvuð að-
ferð til þess að mála svo vel gamla
árgerð af bíl, að hún breytist í nýja
árgerð.‘“ Hið hryssingslega svar