Úrval - 01.12.1969, Side 75
HIÐ BEZTA SEM ÞÉR GEFIÐ BARNINU YÐAR
73
og þar til þeir voru orðnir fullvaxta,
ungir menn.
Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að það hvíli í höndum foreldranna
að veita börnum sínum þessa mikil-
vægu sjálfsvirðingu, í hvaða stétt og
stöðu sem þeir annars eru. Það
skiptir ekki máli. Skilninginn og
matið á sjálfum sér öðlast barnið
innan veggja heimilisins. Það er
nokkurn veginn víst, að barnið lítur
sjálft sig með sömu augum og for-
eldrarnir gera.
Rannsóknir Coopersmiths fjölluðu
aðeins um drengi, en niðurstöðurn-
ar eiga engu síður við um stúlkur.
Það var einkum þrennt sem ein-
kenndi þau heimili, þar sem börnin
bjuggu yfir heilbrigðri sjálfsvirð-
ingu í ríkustum mæli og bjuggu við
bezta þroskamöguleika:
Þar var kærleikur og öryggi inn-
an fjölskyldunnar í fyrstu röð. Ekki
kærleikur, sem einkenndist af koss-
um, faðmlögum og öðrum slíkum
ástarhótum, heldur kærleikur, sem
auðkenndist af umhyggju og virð-
ingu. Ef barnið verður þess vart, að
foreldrunum standi ekki á sama um
það, séu jafnvel stoltir af því, verð-
ur það þess um leið vart, að það
býr yfir mannlegum verðleikum.
f öðru lagi var það eftirtektarvert,
að þeir foreldrar, sem áttu börn, er
bjuggu yfir mestri sjálfsvirðingu,
voru miklu íhaldssamari með að