Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 88
86
ÚRVAL
Þetta er hrífandi frásögn
um ítalska dremjinn
Pepino, sem gekk sjálfur
á fund páfans í Róm
til að bjarga því sem
honum var kærast — litla
asnanum sínum .
r maður nálgast bæinn
Assisi eftir rykugum
veginum, sem bugðast
upp Subasiofjall, kem-
ur maður að vegamót-
um og verður að velja þar um efri
eða neðri veginn. Velji maður svo
neðri veginn, kemur maður brátt
inn í Assisi um bogahlið frá 12. öld.
En sé efri vegurinn valinn, sogast
maður brátt inn í bá mergð af mann-
fólki, uxum, jarmandi geitum, kálf-
um, múldýrum, alifuglum, börnum,
söluskýlum og vögnum, sem fylla
markaðstorgið fyrir utan borgar-
múrana.
Þar eru mestar líkur til þess að
rekast á hann Pepino litla og ösn-
una hans, hana Violettu, sem eru
bæði önnum kafin í dagsins önn.
Hann hjálpar til við hvert það við-
vik, sem veita kann litlum dreng og
sterku burðardýri möguleika á að
vinna fyrir þeim velktu líruseðlum,
sem nauðsynlegir eru til þess að
kaupa mat og greiða fyrir húsaskjól
í gripahúsi Niccolos ekils.
Pepino og Violette voru hvort,
öðru allt. Hvarvetna í Assisi voru
þau dagleg sjón, alltaf óaðskiljanleg,
horaði, útitekni drengurinn með
geysistóru, dökku augun, strítt hár-
ið, bera fætur og í slitnum tötrum
og litla, rykgráa asnann.
Pepino var tíu ára og munaðar-
laus. Foreldrar hans og aðrir nánir
ættingjar höfðu allir verið drepnir
í stríðinu. Pepino var miklu eldri
en 10 ára, hvað sjálfsöryggi og ver-
aldarvizku snerti, því að Peppino
var sem sé ólíkur öðrum munaðar-
leysingjum, hvað eitt mjög þýðing-
armikið atriði snerti: Honum hafði