Úrval - 01.12.1969, Síða 71
XJGLAN í KAFFIBAUKNUM
69
mjög litla matarlyst. Hún hafði
jafnvel ekki framtak í sér til þess
að tína upp fiðrildi, sem ég lagði
rétt hjá henni. Hún skoðaði bað-
fatið sitt í nokkrar mínútur að
venju, en svo ákvað hún að fara
ekki í bað. Við settum hana ekki
inn í búrið hennar, buðum henni
bara góða nótt og fórum að hátta.
Það var heitt alla nóttina og líka
næsta morgun. „Snjöll ugla,“ sögð-
um við við hana, þegar við sáum
hana standa í ,,baðkerinu“ sínu um
morguninn. Við héldum, að hún
hefði kánnske verið þar alla nótt-
ina vegna hitans. En þetta var
óvenjulegt. Hún virtist ósköp mátt-
laus og sljó, þegar ég tók hana
upp og stakk henni inn í búrið
hennar. Síðar um daginn kallaði
konan mín til mín: „Ugla litla er
að deyja.“ Og hún hafði rétt fyrir
sér. Hún varð sífellt magnlausari,
er ég reyndi að halda henni uppi.
Fæturnir misstu allan mátt. Hún
hélt þó áfram að anda. Svo var eins
og hún horfðist skyndilega í augu
við sjálfan dauðann. Hún lygndi
aftur augunum og virtist ekki ætla
að opna þau aftur. Að lokum gerði
hún það þó. Hún kyngdi af veikum
mætti og leið svo út af.
Við söknuðum hennar. Það var
eins og eitthvað vantaði í tilveru
okkar. Enn svífur stundum fjöður
út úr skáp, sem er skyndilega opn-
aður, eða niður úr bókahillu, þegar
bók er tekin þaðan. Við rekumst
enn á „götuð“ blöð á blómunum
okkar og uppgötvum, að hún hefur
rifið hornin af blöðunum í einhverri
bókinni eða skilið eftir drit ofan
á henni. Og þegar ég geng fram
hjá upplýstum glugga í kvöld-
myrkrinu, skima ég ósjálfrátt enn
í kringum mig í leit að fljúgandi
skordýrum, sem Uglu litlu þætti
kanske gott að fá í svanginn.
Við söknum öll nærveru þessa
litla, ákveðna dýrs. Hún Ugla litla
var alls ekki tamið húsdýr, en hún
var ekki heldur villt dýr, sem haft
var í haldi. Hún var bæði villt og
tamin í senn og sýndi beztu eig-
inleika bæði villtra og taminna
dýra. Ævi hennar varð aðeins tæpt
hálft annað ár. Okkur finnst sem
þessi stutta ævi hennar sé eins
konar ofanígjöf við okkur á ein-
hvern hátt, en við álítum samt, að
þessi stutta dvöl hennar hjá okk-
ur hafi verið sérréttindi, er okkur
veittust, eins konar heimilistákn,
sem okkur hafi verið veitt, mjög
sérstætt tákn.
Mikið af því magnleysi og vonleysi, sem virðist hafa gripið nútíma-
manninn heljartökum, orsakast af þeirri staðreynd, að það er of mikið
framboð á einföldum lausnum ásamt geysilegum skorti á einföldum
vandamálum.
Paul Sweeney.