Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 71

Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 71
XJGLAN í KAFFIBAUKNUM 69 mjög litla matarlyst. Hún hafði jafnvel ekki framtak í sér til þess að tína upp fiðrildi, sem ég lagði rétt hjá henni. Hún skoðaði bað- fatið sitt í nokkrar mínútur að venju, en svo ákvað hún að fara ekki í bað. Við settum hana ekki inn í búrið hennar, buðum henni bara góða nótt og fórum að hátta. Það var heitt alla nóttina og líka næsta morgun. „Snjöll ugla,“ sögð- um við við hana, þegar við sáum hana standa í ,,baðkerinu“ sínu um morguninn. Við héldum, að hún hefði kánnske verið þar alla nótt- ina vegna hitans. En þetta var óvenjulegt. Hún virtist ósköp mátt- laus og sljó, þegar ég tók hana upp og stakk henni inn í búrið hennar. Síðar um daginn kallaði konan mín til mín: „Ugla litla er að deyja.“ Og hún hafði rétt fyrir sér. Hún varð sífellt magnlausari, er ég reyndi að halda henni uppi. Fæturnir misstu allan mátt. Hún hélt þó áfram að anda. Svo var eins og hún horfðist skyndilega í augu við sjálfan dauðann. Hún lygndi aftur augunum og virtist ekki ætla að opna þau aftur. Að lokum gerði hún það þó. Hún kyngdi af veikum mætti og leið svo út af. Við söknuðum hennar. Það var eins og eitthvað vantaði í tilveru okkar. Enn svífur stundum fjöður út úr skáp, sem er skyndilega opn- aður, eða niður úr bókahillu, þegar bók er tekin þaðan. Við rekumst enn á „götuð“ blöð á blómunum okkar og uppgötvum, að hún hefur rifið hornin af blöðunum í einhverri bókinni eða skilið eftir drit ofan á henni. Og þegar ég geng fram hjá upplýstum glugga í kvöld- myrkrinu, skima ég ósjálfrátt enn í kringum mig í leit að fljúgandi skordýrum, sem Uglu litlu þætti kanske gott að fá í svanginn. Við söknum öll nærveru þessa litla, ákveðna dýrs. Hún Ugla litla var alls ekki tamið húsdýr, en hún var ekki heldur villt dýr, sem haft var í haldi. Hún var bæði villt og tamin í senn og sýndi beztu eig- inleika bæði villtra og taminna dýra. Ævi hennar varð aðeins tæpt hálft annað ár. Okkur finnst sem þessi stutta ævi hennar sé eins konar ofanígjöf við okkur á ein- hvern hátt, en við álítum samt, að þessi stutta dvöl hennar hjá okk- ur hafi verið sérréttindi, er okkur veittust, eins konar heimilistákn, sem okkur hafi verið veitt, mjög sérstætt tákn. Mikið af því magnleysi og vonleysi, sem virðist hafa gripið nútíma- manninn heljartökum, orsakast af þeirri staðreynd, að það er of mikið framboð á einföldum lausnum ásamt geysilegum skorti á einföldum vandamálum. Paul Sweeney.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.