Úrval - 01.12.1969, Síða 83
HEIMSPEKINGURINN OG SKÓLASTÚLKAN
81
Heimspek-
ingurinn
og
skóla-
stúlkan
annar höfundurinn að 10 binda
verki, sem ber heitið „Saga sið-
menningarinnar“. Hann sóttist ekki
eftir að verða dáður og heiðraður,
en honum hlotnaðist það samt í
ríkum mæli. Durant var 32 ára gam-
all, þegar rektorinn við Columbia-
háskólann í New York veitti hon-
um tignarmerki doktors í heim-
speki. Hann hafði kennt -við lítinn
skóla ofan til á Manhattaneyju til
þess að afla fjár, svo að hann gæti
haldið áfram námi. Bekkurinn var
lítill, og sama var að segja um
launin. í fremstu röð sat Ida Kauf-
man. Hún var 14 ára og alltaf á
iði. Hún leit dökkum augunum á
kennara sinn og hugsaði með sjálfri
sér, að hún yrði mjög hamingju-
söm, ef henni hlotnaðist sú sæla að
mega horfa á hann alla ævina. Ida
og foreldrar hennar voru land-
flótta Gyðingar frá Rússlandi. Þau
voru öreigar. Hún var oft í sama
slitna kjólnum heila viku í senn.
Og kennarinn hennar bað hennar
einmitt, þegar hún var orðin 15
ára, en þá var hann 28 ára að aldri.
Það var eins og hann væri að ljóstra
upp leyndarmáli, sem hann gæti
ekki þagað lengur yfir. Stúlkan frá
Harlem sagði já, já, já! Will Dur-
ant bað hana um að færa þetta í
mál við foreldrana. Og þau kváðu
upp sinn dóm. Nei! Ungi prófessor-
inn hélt til heimilis þeirra í Har-
lem til þess að grátbiðja þau að
láta undan.
Þau Joseph og Ethel Kaufman
sögðu þvert nei æ ofan í æ. Og svo
sögðu þau að lokum já. Það var
fyrsta skrefið. Annað skrefið var
fólgið í því, að útskýra það, að enda