Úrval - 01.12.1969, Síða 84

Úrval - 01.12.1969, Síða 84
82 ÚRVAL þótt hann væri alinn upp af róm- versk-kaþólskum foreldrum og ætti jafnvel systur, sem var nunna, gæti hann ekki samþykkt að verða gift- ur í nokkurri kirkju eða musteri, því að hann áliti, að slíkt væri ein- tóm hræsni. Frú Kaufman baðaði út hand- leggjunum með óttasvip. Durant sagði, að hann þarfnaðist návistar hennar, ætti honum að takast að giftast Idu. Hann sagði, að dómar- inn mundi kannske ekki álíta það nægilegt, að hann lýsti yfir því, að móðirin hefði gefið samþykki sitt til ráðahagsins. Frú Kaufman samþykkti að halda á fund dómarans með hjónaleysun- um. Leyfisbréf var útbúið af að- stoðarritara í október árið 1913. Prófessor Durant hringdi í ráðhús New Yorkborgar og fékk frátekinn tíma. Hann hélt báðum höndum stúlkunnar í hendi sér og skýrði frá því, á hvaða degi og hvaða klukkustund hjónavígslan skyldi fara fram. Þegar að þeim merkisdegi kom, þá hélt brúðurin fyrst í tíma í verzlunarskólanum, sem hún gekk í, en þangað hjólaði hún á hjóla- skautum þennan dag. Will sótti hana þangað, og þau fóru niður í bæ í neðanjarðarlest. Og svo gengu þau inn í herbergi dómarans. Hjóla- skautar Idu héngu á öðrum hand- legg hennar. „Nei, nei,“ stundi dómarinn, „ég framkvæmi ekki vigsluna!" Hann leit á Will og sagði: „Ef þér hald- ið það, prófessor, að ég verði aðili að athöfn, sem barn tekur þátt Durant sótti þá móður Idu, sem lýsti því yfir, að hún væri ráða- haginum samþykk. Dómarinn sneri sér þá að brúðinni og spurði: „Ger- ið þér yður grein fyrir því, hvað þér eruð að gera?“ Hún kinkaði kolli og lagði hjólaskautana á gólf- ið. Ungi maðurinn vafði brúðina örmum að hjónavígslunni lokinni. „Hún hvíslaði: „Þú ert bæði kenn- ari minn og eiginmaður.“ Síðar var farið að kalla hana Ariel í stað Idu. „Við byrjuðum að kalla hana Ariel,“ sagði Will Dur- ant, „vegna þess að hún var eins sterk og hugrökk og strákur og eins snör í snúningum og eins mik- ill prakkari og álfur.“ Þau eignuð- ust tvö börn, þau Ethel og Louis. Doktorinn hætti kennslustörfum og sneri sér að ritstörfum, og honum tókst að gæða liðin menningar- tímabil mannkynsins nýju lífi í verkum sínum. Ariel var um tíma prófarkalesari hans. Og hún jafn- framt sú, sem hvatti hann stöðugt áfram og stuðlaði að því, sem hann ól með sér um gildi sitt sem rit- höfundur. Hún var ánægð með það, að hún lék aðeins aukahlutverk í þessu samstarfi. Það var líkt og hún væri sífellt að bruna á hjólaskautum í vitund hans, líkt og hún yrði hon- um sífellt meira ómissandi. Hún tók á sínar herðar ýmsar nauðsyn- legar rannsóknir og staðreyndaöfl- un til undirbúnings verka hans og eyddi margri stundinni við að rýna ein í rykfallnar bækur í leit að þeim gómsætu molum, sem hann þarfnaðist. Og stórar og miklar bækur litu dagsins ljós og hlutu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.