Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 84
82
ÚRVAL
þótt hann væri alinn upp af róm-
versk-kaþólskum foreldrum og ætti
jafnvel systur, sem var nunna, gæti
hann ekki samþykkt að verða gift-
ur í nokkurri kirkju eða musteri,
því að hann áliti, að slíkt væri ein-
tóm hræsni.
Frú Kaufman baðaði út hand-
leggjunum með óttasvip. Durant
sagði, að hann þarfnaðist návistar
hennar, ætti honum að takast að
giftast Idu. Hann sagði, að dómar-
inn mundi kannske ekki álíta það
nægilegt, að hann lýsti yfir því, að
móðirin hefði gefið samþykki sitt
til ráðahagsins.
Frú Kaufman samþykkti að halda
á fund dómarans með hjónaleysun-
um. Leyfisbréf var útbúið af að-
stoðarritara í október árið 1913.
Prófessor Durant hringdi í ráðhús
New Yorkborgar og fékk frátekinn
tíma. Hann hélt báðum höndum
stúlkunnar í hendi sér og skýrði
frá því, á hvaða degi og hvaða
klukkustund hjónavígslan skyldi
fara fram.
Þegar að þeim merkisdegi kom,
þá hélt brúðurin fyrst í tíma í
verzlunarskólanum, sem hún gekk
í, en þangað hjólaði hún á hjóla-
skautum þennan dag. Will sótti
hana þangað, og þau fóru niður í
bæ í neðanjarðarlest. Og svo gengu
þau inn í herbergi dómarans. Hjóla-
skautar Idu héngu á öðrum hand-
legg hennar.
„Nei, nei,“ stundi dómarinn, „ég
framkvæmi ekki vigsluna!" Hann
leit á Will og sagði: „Ef þér hald-
ið það, prófessor, að ég verði aðili
að athöfn, sem barn tekur þátt
Durant sótti þá móður Idu,
sem lýsti því yfir, að hún væri ráða-
haginum samþykk. Dómarinn sneri
sér þá að brúðinni og spurði: „Ger-
ið þér yður grein fyrir því, hvað
þér eruð að gera?“ Hún kinkaði
kolli og lagði hjólaskautana á gólf-
ið.
Ungi maðurinn vafði brúðina
örmum að hjónavígslunni lokinni.
„Hún hvíslaði: „Þú ert bæði kenn-
ari minn og eiginmaður.“
Síðar var farið að kalla hana
Ariel í stað Idu. „Við byrjuðum að
kalla hana Ariel,“ sagði Will Dur-
ant, „vegna þess að hún var eins
sterk og hugrökk og strákur og
eins snör í snúningum og eins mik-
ill prakkari og álfur.“ Þau eignuð-
ust tvö börn, þau Ethel og Louis.
Doktorinn hætti kennslustörfum og
sneri sér að ritstörfum, og honum
tókst að gæða liðin menningar-
tímabil mannkynsins nýju lífi í
verkum sínum. Ariel var um tíma
prófarkalesari hans. Og hún jafn-
framt sú, sem hvatti hann stöðugt
áfram og stuðlaði að því, sem hann
ól með sér um gildi sitt sem rit-
höfundur.
Hún var ánægð með það, að hún
lék aðeins aukahlutverk í þessu
samstarfi. Það var líkt og hún væri
sífellt að bruna á hjólaskautum í
vitund hans, líkt og hún yrði hon-
um sífellt meira ómissandi. Hún
tók á sínar herðar ýmsar nauðsyn-
legar rannsóknir og staðreyndaöfl-
un til undirbúnings verka hans og
eyddi margri stundinni við að rýna
ein í rykfallnar bækur í leit að
þeim gómsætu molum, sem hann
þarfnaðist. Og stórar og miklar
bækur litu dagsins ljós og hlutu