Úrval - 01.12.1969, Side 13
ÞAR ER ENGINN RÉTTLÁTUR
Fór þá einnig Jósef úr Galileu til þess að láta slcrásetja sig ásamt Maríu,
lieitkonu sinni....
vér lifum ekki eina stund án synd-
ar. Heyrið, hvað Davíð konungur
talar um allt hold: Þar er enginn
réttlátur og ekki einn, þar er eng-
inn skynjandi og enginn sá, að Guði
leiti, allir hafa þeir af vikið, allir
til saman eru þeir ónýtir orðnir, þar
er enginn sá, eð gott gjöri, og ekki
einn. Nú segir Páll, er hann færir
þessi orð til síns máls: Nú vitum
vér, að hvað sem lögmálið segir,
það segir það þeim, sem undir lög-
málinu eru, svo að allir munnar
verði tilbyrgðir og allur heimurinn
sakfallinn við Guð. En ef Guðs son-
ur væri ekki í heiminn kominn til
að friða fyrir oss, þá værum vér
allir undir lögmálinu, og enn þá í
vorum syndum, því að lögmálið er
fyrir Mósien útgefið. En náð og
sannleik er sken fyrir Jesúm Krist-
um, sagði Baptista, þegar hann hóf
kristniboðið. Svo aðskilja nú syndir
vorar á milli Guðs og vor. Segið
mér þá, er það ekki mikillar gleði
og fagnaðar vert, að hann er oss í
heiminn borinn, sem heitir Immanú-
el, það er: Guð með oss, — í hvers
nafni hinn náðugi Guð hefur til
sinnar kristni talað, það er til allra
þeirra, sem á hans nafn trúa: Þótt
að fjöll þessi hverfi á bak aftur og