Úrval - 01.12.1969, Síða 27
Viltu auka ordafordaJyMnn
?
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að tvínóna: að ríða tveir í senn á einum hesti, að draga á langinn. að
dunda, að híka, að setja tvívegis, að ljúga, að flýta sér, að hindra.
2. umsvif: undanbrögð, snögg veikindi, íhlutun, umstang, ummæli, annir,
hávaði, hik, dund.
3. und: harmur, ör, gleði, mein, bót, sár, kona, flýtir, jurt, hætta.
4. ýra: líffæri, úði, kláði, steypiregn, þoka, smágerð sletta, ræktun, ljósglæta.
5. börlingur: hellirigning, ofsarok, þurrkur, mætur maður, (snjó)ihraglandi,
vesalmenni, konungur, yfirgangsseggur.
6. böng: kýr, stöng, slá, möguleiki, barsmíð, lítil bjalla, han.ki, kengur, smíði.
7. döngun: óþrif, baggi, þrá, brask, drasl, þrif, barsmíð.
8. Það böðvast ekki annað: það finnst ekki annað, það þekkist efcki annað,
það býðst ekkert annað, ekki verður undan því komizt, það er ekki búizt
við öðru, það lítur ekki út fyrir annað, það er ekki annað vitað.
9. afturelding: dögun, kvöldroði, kvöldkoma, ljósglampi á himni, sveppur,
veðrabrigði, ljósagangur, miðaftan, nón.
10. að mærna: að verða fullur af ögnum, að þorna, að blotna, að myigla,
að ysta (um mjólk), að úldna, að súrna, að batna.
11. merski: tákn, frægð, matur, drykkur, þurrlendi, fjalllendi, pyttur, flæði-
land, fjör, hreysti.
12. að verða e-s áskynja: að fá hugboð um e-ð, að sættast á e-ð, að verða ósátt-
ur vegna e-s, að komast að raun um e-ð, að fyllast efasemdum um e-ð, að
finna fyrir e-u, að óttast um e-ð, að verða óhræddur um e-ð.
13. glossi: æringi, stígvél, logi, klunnalegur maður, klaufi, monthani, neisti.
14. dymbildagar: hjúasíkildagi, síðustu dagar vetrarvertíðar, síðustu dagar fyrir
páska, fyrstu dagar sumars, síðustu dagar vetrar, f.yrstu dagar eftir jól.
15. dusilmenni: garmur, heiðursmaður, hraustmenni, gæðablóð, monthani,
ættgöfugur maður, ómenni, slefberi.
16. hafurtask: ætlunarverk, horn á geithafri, flækingur, skran, fyrirhöfn,
fyririgangur, farangur, umstang.
17. sumbl: grafhaugur, viðarkubbar, át, drykkja, hrakningar, drykkjuveizla,
óþverri, eyðslusemi.
18. skruna: hrúga, kvenvargur, skammir, rigningarskúr, skriða, vindhviða,
brekka, vatnsrennsii, dynkur.
19. að gjóa: að ala afkvæmi, að gefa, að reka upp hljóð, að skáblína, að
kalla 'hátt, a:ð ræskja sig, að þýða, að ráða við.
20. dyrgja: horuð kona, digur kona, dvergvaxin kona, mjög hávaxin kona,
vistarvera kvenna, bunguvaxið eldfjall, kvenskass, hrúga, aðdróttun.
Svör á bls. 122.