Úrval - 01.12.1969, Síða 32
30
ÚRVAL
flugu, að þeir geti gengið á vatni
eins og Jesús Kristur.
Hjá öðrum, sem nota LSD koma
fram langvarandi geðsjúkdómar,
sem hafa í för með sér kvíða, of-
sóknir, ótta við að sofna, þunglyndi
o. s. frv.
Evang segir líka frá fyrstu rann-
sóknum, sem amerískir vísinda-
menn hafa gert á áhrifum LSD á
arfstofna manna. Virðist þar koma
í ljós, að LSD hafi mjög skaðleg
kemisk áhrif á litningana (krómó-
sómin).
Ef frekari rannsóknir sanna þetta,
mun notkun lyfsins hjá ungu fólki
hafa mjög alvarlegar afleiðingar í
för með sér.
UNGIR HEILBRIGÐIR MENN
VERÐA FYRIR BARÐINU Á
HINNI NÝJU ÚTBREIÐSLU
DEYFILYFJANNA
Nýja formið í deyfilyfjanotkun-
inni (marijúana, haschisch, amfeta-
min, LSD o. fl.) hjá unglingum
hófst fyrst í Bandaríkjunum. Síðan
hefur það breiðzt út til menningar-
landa Vestur-Evrópu.
Á Norðurlöndum skaut vanda-
málinu fyrst upp í Svíþjóð sem
landfarsótt af amfetaminnotkun.
Danmörk og Noregur hafa greini-
lega einnig orðið fyrir þessu og nú
skellur aldan með síauknum krafti
á okkur, segir Evang.
Þeir sem einkum verða fórnardýr
eiturlyfjanna, er fullfrískt ungt
fólk, sem á allt lífið framundan. í
Svíþjóð hefur Stokkhólmur orðið
verst úti, en aðrar borgir landsins
hafa einnig fengið smjörþefinn.
Talið er að í Stokkhólmi einum
skipti nú ungir menn þúsundum,
sem eru háðir lyfjum eins og prelu-
din, amfetamin og ritalin.
Nýjar rannsóknir í Stokkhólmi,
sem ekki eru enn opinberar, sýna
mjög vaxandi tengsl milli ofbrota
og aukinnar notkunar á deyfilyfj-
um. í apríl árið 1965 voru 2% af
ungmennum 15—19 ára brotlegir
við lögin, en árið 1967 við komu
lyfjanna hafði þessi tala vaxið upp
í 28%.
Þótt dr. Evang kenni hér aðal-
lega um hinum kænu sölumönnum
og hjálparmönnum þeirra, þá bend-
ir hann á, að markaðirnir séu auð-
vitað undirstaðan. Og auðveldar
það öflun þeirra „tízkufyrirbrigðið“
að þykja mest til um siði og fyrir-
myndir annarra þjóða — á þetta
ekki einungis við um unglingana
heldur því miður einnig við full-
orðna fólkið.
Klæðaburður, hárbúnaður og pop-
músik er t. d. nokkuð, sem gaman
er að taka upp eftir öðrum.
Það, sem veldur þessu eru aukn-
ar samgöngur og síaukin ferðalög
til annarra landa.
Af þessari reynslu frændþjóða
okkar er fyllsta ástæða fyrir okkur
íslendinga að vera vakandi.
☆
Ó, þessir góðu, gömlu dagar.. .
„Þessir erfiðu tímar".
sem áður gengu undir nafninu
C.T.