Úrval - 01.12.1969, Page 32

Úrval - 01.12.1969, Page 32
30 ÚRVAL flugu, að þeir geti gengið á vatni eins og Jesús Kristur. Hjá öðrum, sem nota LSD koma fram langvarandi geðsjúkdómar, sem hafa í för með sér kvíða, of- sóknir, ótta við að sofna, þunglyndi o. s. frv. Evang segir líka frá fyrstu rann- sóknum, sem amerískir vísinda- menn hafa gert á áhrifum LSD á arfstofna manna. Virðist þar koma í ljós, að LSD hafi mjög skaðleg kemisk áhrif á litningana (krómó- sómin). Ef frekari rannsóknir sanna þetta, mun notkun lyfsins hjá ungu fólki hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. UNGIR HEILBRIGÐIR MENN VERÐA FYRIR BARÐINU Á HINNI NÝJU ÚTBREIÐSLU DEYFILYFJANNA Nýja formið í deyfilyfjanotkun- inni (marijúana, haschisch, amfeta- min, LSD o. fl.) hjá unglingum hófst fyrst í Bandaríkjunum. Síðan hefur það breiðzt út til menningar- landa Vestur-Evrópu. Á Norðurlöndum skaut vanda- málinu fyrst upp í Svíþjóð sem landfarsótt af amfetaminnotkun. Danmörk og Noregur hafa greini- lega einnig orðið fyrir þessu og nú skellur aldan með síauknum krafti á okkur, segir Evang. Þeir sem einkum verða fórnardýr eiturlyfjanna, er fullfrískt ungt fólk, sem á allt lífið framundan. í Svíþjóð hefur Stokkhólmur orðið verst úti, en aðrar borgir landsins hafa einnig fengið smjörþefinn. Talið er að í Stokkhólmi einum skipti nú ungir menn þúsundum, sem eru háðir lyfjum eins og prelu- din, amfetamin og ritalin. Nýjar rannsóknir í Stokkhólmi, sem ekki eru enn opinberar, sýna mjög vaxandi tengsl milli ofbrota og aukinnar notkunar á deyfilyfj- um. í apríl árið 1965 voru 2% af ungmennum 15—19 ára brotlegir við lögin, en árið 1967 við komu lyfjanna hafði þessi tala vaxið upp í 28%. Þótt dr. Evang kenni hér aðal- lega um hinum kænu sölumönnum og hjálparmönnum þeirra, þá bend- ir hann á, að markaðirnir séu auð- vitað undirstaðan. Og auðveldar það öflun þeirra „tízkufyrirbrigðið“ að þykja mest til um siði og fyrir- myndir annarra þjóða — á þetta ekki einungis við um unglingana heldur því miður einnig við full- orðna fólkið. Klæðaburður, hárbúnaður og pop- músik er t. d. nokkuð, sem gaman er að taka upp eftir öðrum. Það, sem veldur þessu eru aukn- ar samgöngur og síaukin ferðalög til annarra landa. Af þessari reynslu frændþjóða okkar er fyllsta ástæða fyrir okkur íslendinga að vera vakandi. ☆ Ó, þessir góðu, gömlu dagar.. . „Þessir erfiðu tímar". sem áður gengu undir nafninu C.T.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.