Úrval - 01.12.1969, Page 121

Úrval - 01.12.1969, Page 121
SVEITALÆKNIR 119 lærdómi hafa flestir nútímaskurð- læknar gleymt. En gerum ráð fyrir, að hann ákveði að framkvæma tafarlausa skurðaðgerð á staðnum. Læknirinn ræddi við sjúklinginn, meðan hann sauð tæki sín í uppþvottafati heim- ilisins, og notaði jafnframt tækifær- ið til þess að eyða þeim ótta, sem sjúklingurinn kunni að búa yfir. Stundum tók gamansamur sjúkling- ur fram brýni og bauðst til að brýna „tækin“. Og stundum þáði læknir- inn þetta boð. Það var álitið há- punktur kímninnar. Ég álít enn, að svo sé. Svo var eldhúsborðið búið undir uppskurðinn. Reyndist það ekki heppilegt, var hægt að taka hurð af hjörum og leggja hana á tvær tunn- ur. B'blían og fjölskyldualbúmið voru tekin af stofuborðinu og því breytt í tækjaborð. Þegar þessum undirbúningi var lokið, voru að- stæðurnar orðnar næstum svipaðar og á sjúkrahúsi, en þó var um þann kost að ræða, að þarna var engin hj úkrunarkona til þess að grípa tækin og nudda af þeim raunveru- legt eða ímyndað blóð og leggja þau svo einhvers staðar, þar sem ekki var hægt að teygja sig eftir þeim. Þau voru bara kyrr í fatinu. Eftir að bílarnir komu til sögunnar, ók maður bílnum að eldhúsglugganum og kveikti á framljósunum og not- aði þau sem lýsingu. Einhver við- staddra hélt á spegli og lét birtuna endurkastast á skurðstaðinn. Það er ekki til betri skurðstofulýsing. Ef „spegilberinn“ féll í öngvit, varð að fá annan og þá helzt konu. Það líður sjaldan yfir konur, þótt þær sjái blóð. Sjúklingurinn var aðeins klæddur úr nokkrum flíkum eða þeim ýtt til hliðar, þegar hraðann varð að hafa á eða væri mjög kalt í veðri. Stað- deyfing án nokkurs aðstoðarmanns var venjulegasta aðferðin. Og dauðsföllin reyndust ekki tiltölu- lega fleiri við þessar aðstæður en á sjúkrahúsum nú á dögum. Og smám saman fór ég að framkvæma alls konar skurðaðgerðir með stað- deyfingu, sem ég tók fram yfir klóróform eða eter. Ég horfði til baka til þessara tíma með óblandinni ánægju. Enda bótt „eldhússkurðaðgerðir“ væru erfið- ar, þá var fjölbreytni og starfsgleði þeim samfara. Ég hef framkvæmt flestar hugsanlegar skurðaðgerðir í sveitaeldhúsum. Vafalaust hef ég bjargað mörgum mannslífum og stofnað þar til vináttutengsla, sem hafa ekki rofnð með árunum. HIN PERSÓNULEGU TENGSL Kannske er það þó eitt, er við gömlu heimilislæknarnir lærðum, sem er þýðingarmeira en allt ann- að. Okkur lærðist sem sé að iðka læknislistina sem listgrein. Það reynir oft á þolrifin í hinum glögg- skyggnustu læknum, er þeir þurfa að greina á milli, hvað sé sjúkdóm- ur og hvað sé bara tilfinningalegt uppnám. Áður fyrr var til dæmis mjög lítið um ,,kvensjúkdóma“, því að kvenfólk var of önnum kafið til þess að fá þá. Nú eru þeir aftur á móti orðnir eitt helzta viðfangsefni heimilislæknanna. Og það er ekkert á sviði læknislistarinnar, sem krefst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.