Úrval - 01.01.1971, Page 7

Úrval - 01.01.1971, Page 7
5 áfram. Þegar austur kom voru þár fyrir mörg þúsund manns. Við förum rakleitt til tjaldsins sem við áttum að búa okkur í og skildu'm búning- ana eftir þar og fórum að spóka okkur um vellina. Þá fór allt í einu að hvessa og snjóa í fjöll. Útlending- arnir urðu skelfingu lostnir. ítal- arnir pöntuðu sér þegar í stað bíla til Reykjavíkur, snöruðu sér um borð í skip sitt, leystu landfestar og sigldu til hafs. Daginn eftir var komið blíðskap- arveður. Síðari hluta annars dagsins fór svo þessi sögulega sýning fram og hlaut nafnið Lögsögumannskjör 930. Textann höfðu þeir skrifað pró- fessorarnir Sigurður Nordal og Ól- afur Lárusson. Hann var eiginlega hvorki á fornmáli né nútímaísienzku og afskaplega vandmeðfarinn. Þar mátti ekkert út af bera, hvergi muna stafkrók. En það var líka mikil reisn yfir honum, ef hann var vel fluttur. Við bjuggum okkur tímanlega og upphaflega hafði verið ráð fyrir því gert, að við hefðum autt svæði til að athafna okkur á, en mannþröng- in var svo gífurleg, að lögreglan réð ekki við neitt. Þegar við svo snöruðum okkur út úr tjaldinu og það glitraði á alla þessa skrautlegu búninga í sólskininu, laust mann- fjöldinn upp voldugu fagnaðarópi. Síðan gengum við fylktu liði upp í lögréttuna sem hlaðin hafði verið á Lögbergi og þar hófst svo leikurinn. Konungurinn og drottningin sátu rétt við hægri álmu lögréttunnar, en höfundarnir til vinstri með textann fyrir framan sig til að sjá um að allt yrði nú rétt. Meðan á leiknum stóð tók kon- ungurinn upp sígarettuveski úr gulli og bauð þeim lögréttumanninum, sem næstur honum sat. Ég tók eftir þessu og varð að taka á öllu sem ég átti til að skella ekki upp úr. Eftir sýninguna hitti ég vesalings leikarann og sagði: „Hvernig snerir þú þig út úr þessu með konunginn og sígarettuna, sem hann bauð þér?“ „Ég lézt ekki sjá það.“ „En góði maður, svona getur mað- ur ekki komið fram við konunginn." „Hvað átti ég þá að gera?“ . „Gera? Það var auðvitað ekki nema um eitt að gera. Þú áttir vitan- lega að reykja fjandans sígarett- una.“ „Ertu genginn af göflunum? Átti ég að gera þetta að paródíu?“ En konungurinn hló og hafði gam- an af öllu saman. Honum hefur sjálfsagt leiðzt og orðið að gera sér eitthvað til skemmtunar.“ —o— EINS OG KUNUGT ER var Sir Winston Churchill geysimikill dýra- vinur. Hann átti alls konar eftirlæt- isdýr, allt frá marmelaði-köttum til pokadýra og ljóna í dýragarðinum. Það var einhverju sinni á jólun- um, að hann var að skera steikina. Þetta var steik af gæs, sem hafði verið alin þar heima í þessu augna- miði. Skyndilega lagði Churchill frá sér kjötskurðarhnífinn, sneri sér að lafði Churchill og sagði: „Æ, þú verður að gera þetta, Clemmie mín. Þessi gæs var vinur minn,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.