Úrval - 01.01.1971, Síða 20

Úrval - 01.01.1971, Síða 20
18 TJRVAL Tarquinia er talið að séu á milli 20 og 30.000 grafir. Ef einhver bænd- anna er svo heppinn að finna eina gröf, fær hann miklu meira fé fyr- ir nokkra hluti úr henni en hann fær fyrir að strita á jörð sinni í heiit ár. Lögreglan hefur aðeins hendur í hári mjög fárra grafara, og enn færri eru sóttir til saka. Refsingin er aðeins lítil fjársekt eða nokkurra daga fangelsi. Það er oft hreinn barnaleikur að finna grafirnar, þar sem sumar þeirra eru aðeins tvö eða þrjú fet undir yfirborði jarðarinnar. Fólk reikar um svæðin þar sem líklegt er að finna megi grafir, undir því yfirskyni, að það sé á skemmti- göngu, veiðum eða ferðalagi. Venju- lega hafa menn með sér langa og granna stálstafi, sem reknir eru niður í jörðina til að finna graf- irnar. Sumir njósna hvar fornleifa- fræðingar ríkisins eru að grafa að degi til, en fara svo á sömu staði á nóttunni. „Það er mikið að gera hér,“ sagði maður einn og glotti. „Ríkið grefur að degi til, en við á nóttunni." Þegar ræningjarnir finna gröf, grafa þeir mjóa holu ofan í hana, svo að grannur maður komist nið- ur til að kanna andrúmsloftið í gröfinni með kertaloga. Ef slokkn- ar á loganum, verða þeir að bíða eftir, að ferskt loft streymi inn í gröfina. Ef grafirnar eru stórar, þannig að langan tíma tekur að tæma þær, setja þeir glugga á hol- una og síðan trjágreinar fyrir gluggann, svo að hún finnst ekki. Síðan vinna þeir í einni lotu, þang- að til gröfin er tæmd. Einn þjófaflokkurinn hafði alltaf með sér unga, fallega stúlku. Ef varðmaður eða lögreg'luþjónn nálg- aðist gröfina, þar sem ræningjarn- ir voru, tók hún og einn þjófanna að faðmast og kyssast af miklum ástríðuhita. Og eins og sönnum Itala sæmir, þá læddust hinir óboðnu gestir hljóðlega á braut. Verðirnir eru bæði fáir og illa launaðir. Einn ræningjanna sagði brosandi: „Við borgum verðinum 5000 lírur og þá missir hann skyndi- lega bæði sjón og heyrn. Fyrir 10.000 lírur hjálpar hann okkur við uppgröftinn.“ En þó erfitt sé að hafa gætur á gröfunum, er enn meiri vandkvæð- um háð að gæta stranda og land- grunns. Strendur allra landanna við Miðjarðarhaf eru þaktar göml- um skipsflökum, sem auðvelt er fyrir kafara að ná verðmætum hlutum úr. Nálægt Majorca hafa til dæmis fundizt 170 skipsflök og öll nema tvö þeirra hafa verið rænd af köfurum. Fornleifafræðingar tárfella vafa- laust yfir öllum þessum stuldi, en almenningur lætur sér fátt um finnast. Flestir grafaræningjanna selja hluti sína nokkrum vel skipulögð- um hringum, sem aðallega er stjórnað af Svisslendingum og Bandaríkjamönnum. Þessir hringar starfa eins og vel rekin fyrirtæki, greiða gott verð fyrir munina, stundum jafnvel fyrirfram og láta aldrei uppi, hvar þeir eru keyptir. Hringarnir smygla síðan munun- um eftir leiðum, sem erfitt er að rekja, frá Ítalíu, Grikklandi eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.