Úrval - 01.01.1971, Page 59

Úrval - 01.01.1971, Page 59
56 ÚRVAL staddur í skólanum með konu sinni og tveim ungum sonum. Fljúgandi múrsteinar brutu í honum þrjú rifbein, en honum tókst samt ein- hvern veginn að koma drengjunum sínum burt úr rústunum. Svo gróf hann í rústunum í þrjár klukku- stundir samfleytt í leit að konunni sinni. Hann hjálpaði björgunar- mönnunum til þess að bera hana burt úr rústunum . . . látna. Hann kraup á kné á götunni við hliðina á líki hennar og grét. Maður einn snart öxl hans og sagði með djúpri hluttekningu í röddinni: „Læknir, þér getið ekki framar gert neitt fyrir konuna yðar. En margt fólk hérna þarfnast hjálpar yðar.“ Gon- zález kinkaði kolli, reis á fætur og vann alla nóttina við að hjúkra hinum særðu. Stærsta sjúkrahúsið í Huarás, sem í eru 130 sjúkrarúm, hafði staðizt jarðskjálftann, þótt furðu- legt megi teljast. En um miðnætti voru 600 sjúklingar komnir þang- að inn, og ekkert var eftir af svæf- ingar eða deyfingarlyfjum, sára- bindum, sótthreinsandi efnum né neinum lyfjum. Læknar saumuðu saman sár án deyfingar. Ung kona, sem hafði áður verið fögur, reyndi hvað eftir annað að kasta sér fram úr rúminu. Hún var komin fjóra mánuði á leið. Hún hafði festst á milli tveggja planka í jarðskjálft,- anum og þannig hafði hún han<?ið í 30 feta hæð eins og í skrúfstykki í 8 tíma samfleytt. Á þeim ógnar- tíma hafði hún orðið vitskert. Snemma á mánudagsmorgni bvri- uðu sjálfboðaliðar að róta til í rúst- um lyfjabúða í leit að lyfjum og hjúkrunargögnum. Bærinn Yungay, sem var um klukkustundarakstur fyrir norðan Huarás, taldi áður 23.000 íbúa. Þennan sunnudag var margt fólk á ferli í hlýju síðdegissólskininu, því að það var markaðsdagur þar. 200 börn voru að horfa á trúða- og dýrasýningu Evrópusirkusins. Út- varpstæki á flestum heimilum voru stillt á lýsingu á heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í Mexíkó- borg. Hinum megin dalsins, beint í vestri, gnæfði hið 22.205 feta háa Huascaránfjall, hinn jökulkrýndi HINAR SKELFILEGU NÁTTÚRUHAMFARIR ... 57 konungur Andesfjalla Perú. Fjall- göngumannahópar frá Nýja-Sjá- landi, Japan og Tókkóslóvakíu voru einmitt að þumlunga sig upp eftir fjalli þessu og systurtindi þess, er ber nafnið Huandoy. Á hæð einni í norðurjaðri bæjar- ins var Teofilo Carlos Pérez, 25 ára gamall barnaskólakennari, að lesa í setustofu heimilis síns. Skyndilega heyrði hann ofboðsleg- an hávaða, líkt og hópur af þotum flygi lágt yfir húsinu. Samtímis mynduðust fjölmargar sprungur í veggjunum, og þeir skulfu og hrist- ust til. Pérez greip í hönd 12 ára gamallar frænku sinnar, sem var inni í stofunni sjá honum, og hróp- aði: ,,Við skulum flýta okkur út!“ Þegar út á götuna kom, heyrðu þau þrumur í fjarska. Og þegar hann sneri sér við og leit upp til Huas- caránfjalls, sá hann nokkur milljón tonn af ís koma æðandi niður fjög- urra mílna fjallshlíðina. Pérez dró frænku sína með sér um 20 metra leið, þangað til þau voru komin efst upp á hæðina, sem hús hans stóð á. Svo horfði hann skelfdur á ísflóðið, er það æddi beint í áttina til Yungay og reif með sér lausan jarðveg og björg. Sum björgin voru risavaxin, allt að 30 fet í þvermál. Þau höfðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.