Úrval - 01.01.1971, Page 102

Úrval - 01.01.1971, Page 102
100 ÚRVAL Price sneri aftur til fangelsisins nokkrum mínútum eftir klukkan tíu. Hann sagði, að sér hefði loks tekizt að ná tali af friðardómaran- um, sem hefði tilkynnt sér, að það mætti sleppa þremenningunum, ef Chaney legði fram 20 dallara trygg- ingarfé. Því fengu ungu mennirnir muni þá aftur, sem teknir höfðu verið af þeim í fangelsinu. Sch- werner afhenti 20 dollara sem tryggingarfé, og síðan gengu þeir út úr fangelsinu. Price gekk með þeim út að bílnum þeirra og ráð- lagði þeim að koma sér sem fyrst burt úr Neshobahrepp, ef þeir vildu ekki komast í hann krappan. Chaney settist við stýrið, ók hægt í gegnum bæinn og hélt síðan suð- ur eftir þjóðvegi nr. 19, í átt til Meridian. Það var skýjamistur og dauft tunglskin. Hitamóða grúfði yfir öllu, og við sjóndeildarhring sáust eldingar kljúfa himininn í ligandi lefitrum. Hafi ungu mönnunum létt við að losna úr fangelsinu, varð sá léttir endasleppur, því að Chaney sá nú brátt í speglinum framljós margra bifreiða, sem drógu óðum á þá. Hann steig á bensíngjöfina, og sta- tionbifreiðan baut nú eftir tungl- skinsbjörtum veginum. Nálin á hraðamælinum sýndi, að þeir voru nú komnir á 100 mílna hraða. En samt dró ein af bifreiðunum enn á þá. Chaney steig skyndilega á fót- hemilinn, þegar þeir voru komnir 9 mílur suður fyrir Philadelphiu, og lét bifreiðina renna lipurlega inn á hliðarveg. Þetta bragð reynd- ist samt gagnslaust. Rautt ljós blikkaði stöðugt á bifreiðinni, sem á eftir þeim var, og framljós henn- ar urðu stöðugt skærari. Hver sá sem var að elta þá, þekkti þessa hliðarvegi jafnvel betur en Chan- ey. Chaney steig af bensíngjöfinni, og bifreiðin hægði fljótt á sér og stanzaði síðan alveg. Um klukkan 11 þetta kvöld heyrðu þau hjónin George og Ger- trude Herrington, sem bjuggu á sveitabæ um 8 mílum fyrir sunnan Philadelphiu, skothvelli eigi langt frá bænum. Skothvellirnir kváðu við hver á fætur öðrum með stuttu millibili. Herrington steig fram úr rúminu, klæddi sig og ók niður að þjóðveginum til þess að athuga þetta. En hann sá hvorki né heyrði neitt grunsamlegt. ,,Það hljóta að hafa verið einhverjir bruggarar á ferli þarna niðri á veginum," sagði frú Herrington, þegar hann skýrði henni frá þessu. Og brátt voru þau sofnuð að nýju. LEITIN Það hafði enn ekkert frétzt af ungu mönnunum þrem næsta morg- un, og því jókst ótti manna um ör- yggi þeirra, ekki aðeins í Meridian, heldur og norður í Washington. — J. Edgar Hoover, yfirmaður alrík- isrannsóknarlögreglunnar, gaf fyr- irskipun um, að skrifstofa hennar í Meridian skyldi hefja frumrann- sókn málsins. Starfsmönnum skrif- stofu alríkisrannsóknarlögreglunnar í Meridian tókst að rekja slóð Sch- werners til Longdale og þar upp- götvuðu þeir, að ungu mennirnir þrír hefðu verið handteknir og verið látnir dúsa í fangelsi í Phila-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.