Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 107

Úrval - 01.01.1971, Qupperneq 107
MORÐ í MISSISSIPPI 105 2000 og að hún var enn að vaxa. Hvítu riddararnir urðu sífellt taugaóstyrkari, eftir því sem hinar miskunnarlausu yfirheyrslur dróg- ust á langinn. Að dómi Ku Klux Klansamtakanna var það „landráð“ að skýra Alríkisrannsóknarlögregl- unni frá nafni annars meðlims, og skyldi refsað fyrir slíkt með dauða- dómi. En samt hafði rannsóknar- lögreglumönnunum tekizt að kom- ast að nöfnum félaga, svo að hundr- uðum skipti. Einhver hlaut að hafa leyst frá skjóðunni. Sú skoðun hafði við rök að styðj- ast. í júlímánuði læddist náungi einn svo lítið bar á inn í hótelher- bergi Josephs Sullivans í Meridian. Hann kom þangað hvað eftir ann- að eins og skuggi. Alríkisrannsókn- arlögreglan gaf aldrei upp nafn manns þessa, heldur vísaði alltaf til hans sem herra X. f fyrstu tal- aði hann óljóst um Hvítu riddar- ana og gaf ekki neinar veigamikl- ar upplýsingar. En eftir því sem heimsóknum hans fjölgaði, varð það sífellt ijósara, að hann vissi miklu meira um horfnu þremenn- ingana en hann vildi láta uppi. Sullivan var þolinmóður maður. Hann lagði ekki hart að gesti sín- um. Hann beið bara þess augna- bliks, er herra X yrði reiðubúinn til að skýra frá öllu því, er hann vissi. GRAFARARNIR Og það augnablik kom þ. 31. júlí. Og þá loks var svipt burt þeirri leyndardómsfullu hulu, sem hvíldi yfir afdrifum þeirra Sch- werners, Goodmans og Chaneys. Herra X skýrði Sullivan frá því, að ungu mennirnir þrír hefðu ver- ið skotnir af Klanfélögum eftir æð- isgenginn eltingarleik um nóttina. Hann sagðist vita það sjálfur, að lík þeirra væru grafin í stíflugarði uppistöðulóns á sveitabæ einum um 6 mílum fyrir suðvestan Philadel- phiu. „Hver á jörðina?“ spurði Sulli- van. „Olen Burrage," svaraði maður- inn. En meira vildi hann ekki segja. Um kvöldið sagði Sullivan sjö rannsóknarlögreglumönnum að vera tilbúnir klukkan 5 næsta morgun og væri ferðinni heitið upp í sveit. Hann sagði einnig, að þeir mættu búast við því að þurfa að „grafa talsvert“. Skömmu eftir dögun hélt þessi hópur hljóðlega af stað frá Meridian og ók í áttina til jarðar Olens Burrage. Þeir tóku á sig dálítinn krók til þess að þurfa ekki að aka í gegnum Philadelphiu. Og brátt voru þeir komnir út úr bílunum og farnir að leita. Brátt var þyrla frá flotaflugstöðinni far- in að hringsóla yfir svæði þessu. Rannsóknarlögreglumaður í þyrl- unni sendi þeim svohljóðandi orð- sendinu í labb-rabbtæki sínu: „Við höfum komið auga á stíflugarðinn. Hann er tæpum 400 metrum fyrir sunnan staðinn, sem þið eruð nú staddir á.“ Þetta var myndarlegur stíflu- garður. Jarðýtur höfðu tætt leir- borinn jarðveginn utan úr hlíðun- um beggja vegna við dálítið dal- verpi og ýtt honum síðan fyrir mynni þess og myndað þannig breiðan stíflugarð. Stíflugarðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.