Úrval - 01.01.1971, Page 126

Úrval - 01.01.1971, Page 126
124 ÚRVAL ast, að ég takmarki mig við mína eigin skoðun og sannfæringu, því að það er með þeim viðhorfum sem ég verð að ganga til móts við mína óumflýjanlegu framtíð. Eftir hart- nær hálfrar aldar reynslu sem and- legur fræðari hef ég styrkzt í trú minni á viss jákvæð viðhorf og varpað frá mér skoðunum sem ekki efla von og traust og kjark þegar yfirstíga þarf örðugleika á lífsbrautinni. Þess vegna vil ég segja þér í stórum dráttum frá skilningi mínum á dauðanum og því sem við tekur eftir hann: Reynsla sú er við verðum fyrir við umskiptin sem við nefnum dauða, er okkur öllum sameiginleg, og fengjum við ekki að taka þátt í þessum sameiginlegu örlögum mannkynsins, myndum við brátt gera okkur ljóst hversu gífurlega mikils við færum á mis. Þetta er hluti af mynstrinu. Við tilheyrum vissum tímum og stöðum, og þeg- ar tímarnir breytast og staðirnir eldast, bindur okkur ekkert lengur nema angurvær söknuður og þrá eftir því sem er liðið. í raun réttri tilheyrum við framtíðinni. Við til- heyrum því sem bíður okkar hand- an grafar og dauða, vegna þess að þangað streymir allt sem er til og hefur nokkru sinni verið til. Við erum hluti af framvindu sem held- ur stöðugt áfram. og ef við reynd- um af öllum mætti að staðnæmast hér, værum við að streitast við að standa í kyrrstöðu. Við trúum, að æðri vizka hafi skapað allt sem til er, að æðri mátt- ur hafi mótað okkur í samræmi við tilgang sem hin æðri máttarvöld þekkja, þó að okkur kunni að vera hann hulinn — og ef við höfum þessa trú, getum við ekki gert ráð fyrir, að hið óendanlega hafi skap- að eilífa margbreytni lífs og reynslu í ótölulegum grúa af formum og myndum og hrundið þessari hreyf- ingu af stað um allan geiminn til þess eins að þurrka það allt út aft- ur með leyndardómi dauðans, láta allt sundrast á ný eins og það hefði aldrei verið til. Allt þetta erfiði, öll þessi gróska, öll þessi reynsla væri þá fánýt og tilgangslaus. Við getum ekki gert ráð fyrir slíku. Þess vegna verðum við að taka undir með Whitman þegar hann segir, að ráðgáta dauðans sé mikill velgjörningur okkur til heilla úr- skurðaður af æðra vísdómi en okk- ar eigin. Náttúran þokar okkur fram á við í vísdómi sínum. Hún ýtir okkur inn í eitthvað sem hlýtur að vera víðfeðmara en 'þetta efnislega líf. Hinum megin er dýpri vitund sem ekki er myrkvuð af efninu; þar hlýtur að ríkja meiri skilningur af einhverju tagi. Þar verður að vera þátttaka í einhvers konar víðtæk- ari alheimslegum tilgangi. Og um leið og einstaklingnum verður ljóst, að hann var borinn til einhvers annars og betra en ellilaunanna sinna, þá eflist og dýpkar lífsskiln- ingur hans. Trúarkenndin verður næmari; gildismat hans breytist. Þá hættir hann að trúa eins og sumir gera, að lífið sé ekki annað en byrði frá vöggu til grafar, og hann sér, að lífið er opnar dyr, að það heldur áfram að eilífu, og að öll reynsla af því er góð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.