Úrval - 01.07.1971, Side 36

Úrval - 01.07.1971, Side 36
34 ÚRVAL og neyzlunni. Myles J. Ambrose, sem var áður aðstoðarsaksóknari Bandaríkjanna og þótti harður í horn að taka, var útnefndur toll- stjóri Bandaríkjanna, og jafnframt því var fremsta varnarlína landsins gegn eiturlyfjasmygli í stórum stíl styrkt á ýmsan hátt. Fjárframlög til „Bandarískrar eftirlitsstofnunar eit- urlyfja og hættulegra lyfja“ voru tvöfölduð. Og í fyrsta skipti í sögu landsins lagði forseti Bandaríkj- anna slíka geysilega áherzlu á lausn þessa máls, að það flokkaðist með þýðingarmestu utanríkismálum rík- isins. Ríkisstjórnarnefnd um heroin- smygl og neyzlu fékk þá einu skip- un að stöðva heroinstrauminn inn í landið. Formaður nefndar þessarar var Henry A. Kissinger, ráðgjafi forsetans um mál, er snerta öryggi landsins. Og í nefnd þessari voru meðal annars fulltrúar frá Njósna- miðstöð ríkisins (CIA). Það er augljóst mál, að Tyrkland var lykillinn að lausn þessa vanda- máls. Að vísu er hægt að rækta ópíum víðs vegar í veröldinni, en tækist að binda endi á ópíumfram- leiðsluna í Tyrklandi, mundi slíkt neyða eiturlyfjasala og eiturlyfja- smyglara til þess að eyða mörgum árum í að vinna að aukingu ópíum- framleiðslu annars staðar í heimin- um, tryggja sér þar föst sambönd, öruggt framboð og nýjar smyglleið- ir til Bandaríkjanna. Nefndarmenn komust að því sér til mikillar undr- unar, að löglegur útflutningur ópí- ums nemur minna en þriðjungi úr einum hundraðshluta af samanlögð- um utanríkisviðskiptum Tyrklands. Það var því augljóst, að Tyrkland gæti hætt þessari framleiðslu, án þess að slíkt hefði nema óveruleg efnahagsleg áhrif til hins verra þar í landi. Nixon forseti skrifaði einkabréf til Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, og minnti hann á, að það voru Bandaríkin, sem komu Tyrklandi til bjargar, þegar komm- únistar ógnuðu með algerum yfir- ráðum eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Forsetinn sagði, að hættan, sem Bandaríkjunum staf- aði nú af tyrknesku heroini, væri engu minni. En Demirel gerði samt ekkert í málinu. Síðan var William J. Handley, bandaríska sendiherranum í Ank- ara, skipað að hefja viðræður við Demirel og gera honum furðulegt tilboð. Það var þess efnis, að Tyrk- land skyldi tilkynna, að endi skyldi bundinn á ópíumframleiðslu þar í landi og ætti að plægja uppskeruna 1970 niður í jörðina aftur. Þess í stað átti Demirel að fá 5 milljónir dollara, sem nota átti til þess að bæta bændum tjónið. En Demirel færðist undan enn á ný. Hann er fæddur og uppalinn í Ispartahéraði, sem er miðstöð ópí- umræktarsvæðisins. Og hann hélt því fram, að kjósendurnir mundu þá „kalla hann bandarískan þjón“. Demirel samþykkti á hinn bóg- inn að fækka ópíumræktarhéruðun- um úr 9 í 7 og síðan í 4 árið 1972. En það var bandarískum embættis- mönnum lítið huggunarefni. í því sambandi gaf Glæparannsóknar- nefnd bandaríska þingsins svohljóð- andi yfirlýsingu: „Til þess að friða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.