Úrval - 01.07.1971, Page 43

Úrval - 01.07.1971, Page 43
40 * * * \V | . l' íðla síðdegis, þegar vindurinn var farinn að aukast allverulega og _ regnið byrjaði að skella £ bárujárnsþakið á strá- kofanum, heyrði Sak- ina Khatoon nágranna sinn hafa orð á því, að það hefði verið gefin „fellibylsaðvörun" í útvarpinu. En Sakina sá samt enga ástæðu til að álíta, að þessi stormur yrði verri en hinir. Fún var 35 ára gömul og hafði alið allan sinn aldur á Char Manpura (Char þýðir ræktanlegur landskiki, myndaður af árframburði. Þýð.) í óshólmum Gangesfljóts í Austur-Pakistan. Varla hafði liðið svo ár, að yfir leðjueyju þessa hefðu ekki skollið hvirfilbyljir eða mon- súnregnstormar. En hálfri stundu fyrir miðnætti Holskeflan skelfi- lega EFTIR JOSEPH P. BLANK Vatnið hækkaði óðam og náði nú upp að bringu, siðan upp að öxlum. Hún hrópaði nöfn barna sinna og fálmaði í kringum sig í leit að þeim ... 41 þennan dag, þ.e. þann 12. nóvember í fyrra, vissi Sakina, að hún og fjölskylda hennar voru vissulega í vanda stödd. Hún fann, að það var komið talsvert gat á kofagólfið, þótt kofinn stæði uppi á 20 þumlunga háum palli samanþjappaðs jarðvegs. Og vindurinn hafði vaxið og var nú orðinn að æðandi, öskrandi villi- dýri. Fjölskylda hennar var öll vak- andi, eiginmaður hennar, þrír syn- ir, fjórar dætur og tengdamóðir. A þakinu skall alls konar drasl, sem vindurinn bar með sér. Kofinn hrist- ist, hreyfðist jafnvel til og byrjaði svo að liðast sundur. Vatnið streymdi inn. Steinolíulampinn skall á hlið- ina. Það varð myrkur. Eiginmaður Sakinu hrópaði: „Upp á þakið“! En það var um seinan. Vatnið hækkaði óðum og náði nú upp að bringu, síðan upp að öxlum. Sakina æpti nöfn barna sinna og fálmaði í kringum sig í leit að þeim. En þótt hún næði til þeirra, reif straum- urinn þau hvert af öðru úr fangi hennar. Hún sökk, kom upp aftur og kastaði upp sjó. Vindurinn og öldurnar rifu og slitu sarikyrtilinn utan af henni, svo að hún varð nakin. Hún skall í pálmatré, sem stóð enn upp úr vatnsflaumnum. Hún hélt sér dauðahaldi í bol þess alla þesa löngu nótt. Hún var sem tilfinningalaus vegna þess áfalls, sem hún hafði orðið fyrir. í dögun var flóðaldan tekin að sjatna, og ógnvænleg dauðakyrrð hvíldi nú yfir öllu. Sakina skreið tæplega hundrað metra leið í leðju og sjó, þar til hún kom að staðn- um, þar sem kofinn hennar hafði staðið. Þar var enginn. Þar var ekk- ert lengur. Þar sat hún á hækjum sér, nakin, köld, of lömuð til þess að gráta, og hlustaði á fjarlæg harma kvein, tryllingsleg hróp hinna lif- andi, sem kölluðu nöfn þeirra, sem voru þarna ekki lengur. Hún sat þarna bara. Á Char Lord Hardinge, leðjueyju einni í um 15 kílómetra fjarlægð, var fertugur lyfjafræðingur, Anwar Hossain að nafni, að leita að eigin- konu og sex börnum sínum. Hann var sem lamaður af þeim ósköpum, sem dunið höfðu yfir. Það hafði einnig verið tré, sem bjargaði hon- um frá drukknun. Meðan stormur- inn stóð sem hæst, hafði vatns- fiaumurinn rifið fjögurra ára gamla dóttur hans úr fangi hans. Sama aldan sópaði eiginkonu hans með fimm ára gamlan son þeirra í fang-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.