Úrval - 01.07.1971, Síða 45

Úrval - 01.07.1971, Síða 45
HOLSKEFLAN SKELFILEGA 43 DAUÐI OG LÍF Enda þótt gervallt mannkynið hefði mikla samúð með Austur-Pak- istan, þá vissu aðeins hinir eftir- lifandi, hve hörmungar þessar voru hryllilegar. Einn þeirra er Mo- hammed Mazharul Haque, boginn og örþreyttur áttræður öldungur. „Það voru 36 íbúar í kofaþyrping- unni okkar“, sagði hann. „Við kom- umst öll upp á sama stóra þakið. 27 dóu svo, þegar flóðaldan svipti því af húsinu. Ég flaut að þyrpingu bambustrjáa og hélt mér þar dauða- haldi í eitt tréð. Annað bambustré bjargaði einnig konunni minni, sem er 65 ára. En nú er hún að missa vitið. Af fimm börnum mínum og sautján barnabörnum er aðeins ein dóttir mín eftir. Hvers vegna skildi hinn Almáttugi mig eftir en tók börnin mín“? Margt fólk, sem lifði þessi ósköp af, gat vart trúað þeim ótrúlegu til- viljunum, sem urðu þeim til bjarg- ar. Sumir flutu á vatninu í 2—3 daga og héldu sér dauðahaldi í tré, borð, hala nautgripa og horn uxa. Og sumum þeirra var bjargað í allt að 90 mílna fjarlægð frá heimilum sínum. Á leðjueyjunni Char Ab- dullah leituðu 80 hælis í hinu vel- byggða húsi Ahmeds Patwari. En þeir dóu samt allir nema þriggja mánaða gamalt ungbarn. Áður en flóðaldan skall yfir, hafði einhver stungið barninu í kringlátt ílát, sem notað var til þess að hreinsa hismið úr hrísgrjónunum. flátið flaut á vatninu í 10 stundir, áður en greftrunarflokkur fann það. f Rangati hélt Hares Darwess sér dauðahaldi í tré með öðrum hand- leggnum, og með hinum hélt hann í hluta af stráþaki, en á því lá þung- uð eiginkona hans, Amena að nafni, og tveir ungir synir. Straumurinn sleit þakbrotið sundur í tvennt, og drengirnir hurfu í hann. Þegar storminn lægði, tók konan hans að stynja. Og tveim tímum síðar lægði svo regnið, og svolítið tunglsljós brauzt í gegnum skýin. Og í þessari draugalegu birtu, fljótandi á þessu þakbroti, fæddi Amena dreng. „GERIÐ MÉR GREIÐA, HERRA“. Atburðir þessa kvölds duldust umheiminum í nokkra klukkutíma. Hinar fáu símalínur á óshólmasvæð- inu höfðu slitnað. Sjórinn hafði eyði lagt rafala útvarpssendistöð.varinn- ar. Vegir voru stórskemmdir og hraðbátar sokknir. Embættismenn þeir, sem bjuggu nálægt hörmungasvæðinu, flýttu sér að gera það ,sem í þeirra valdi stóð, til hjálpar hinum bágstöddu. Ruhul Amin, ungur dómari í Maijdi Court, um 25 mílum fyrir norðan flóðasvæðið, fyllti veski sitt af fé í eigu rikisstjórnarinnar, hlóð vöru- bifreið af hrísgrjónum, hrásykri, Iíkklæðum og skóflum og ók af stað í áttina til leðjueyjunnar Char Jab- bar. „Vegurinn leit út eins og orr- ustuvöllur“, sagði hann. „Lík lágu eins og hráviði beggja vegna hans. Lyktin var ólýsanleg. Hinir eftirlifandi voru sífellt að biðja mig um mat og hjálp við að grafa ættingja. Ég útbýtti matnum, sem ég var með, og bað síðan um sjálfboðaliða til þess að grafa lík- in. En fáir voru fúsir til slíks. Menn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.