Úrval - 01.07.1971, Page 51

Úrval - 01.07.1971, Page 51
OF MIKIL KYNMÖK — OF LÍTIL ÁNÆGJA? 49 ur ógeðfelld“. Slíkar hömlur voru auðvitað vart heilbrigðar. Sigmund Freud var þó undantekning, hvað menn Viktoríu- tímabilsins snerti. Hann gluggaði svo sannarlega í kynferðismálin. Og hann hafði rétt fyrir sér, er hann lýsti þeim taugaveiklunareinkenn- um, sem orsakast af því að afneita svo lífsnauðsynlegum þætti líkams- starfseminnar og persónuleikans. Á þessu ástandi varð svo róttæk breyting á þriðja áratug aldarinn- ar. Á furðulega stuttu tímabili eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar varð þar á gagnger breyting. Áður létu menn sem kynferðismál væru ekki til, en nú var sem fólk gæti vart hugsað eða talað um annað. Og kynferðisleg tjáning varð nú boð- orð meðal frjálslynds fólks í stað hamlanna, sem áður höfðu ríkt, þar til þróunin hefur nú orðið sú, að við leggjum meiri áherzlu á kyn- ferðismál en nokkurt annað þjóð- félag allt frá dögum hins forna Rómarveldis. Það er öðru nær en að við tölum ekki um kynferðismál. Ef gestur frá Marz væri kominn á Tímatorg á Manhattaneyju í New Yorkborg, gæti honum virzt, að við töluðum eða hugsuðum ekki um neitt annað. Það er að nokkru leyti vegna þess- arar róttæku breytingar, að sál- læknar komast nú sjaldan í tæri við sjúklinga, sem haldnir eru of sterkum kynferðilegum hömlum á svipaðan hátt og sjúklingar Freuds fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Það mætti jafnvel segja, að þeir rækjust fremur á hið gagnstæða, endalaust raus um kynferðismál, fjörlegt kynlíf og sem sagt engar kvartanir um of ströng þjóðfélagsleg boð og bönn á því sviði. En sjúklingar kvarta nú þess í stað um skort á innilegum tilfinningum og heitri ástríðu. Einum sérfræðingi farast svo orð um þessi mál: „Hið furðu- lega við hina kynferðilegu ólgu okkar tíma er sú staðreynd, að fólk virðist njóta þessa frelsis í svo litl- um mæli“ Svo mikil kynmök og svo lítið inntak eða jafnvel svo lítil ánægja þrátt fyrir allt“! Hér er um að ræða eina mótsögn kynferðilegs frelsis: Kynferðis- fræðslan og kynferðisfrelsið hefur ekki leyst kynferðileg vandamál okkar. Visulega hefur orðið þýð- ingarmikill jákvæður árangur á þessu sviði, aðallega hvað snertir aukið frelsi einstaklingum til handa. Hægt er að kaupa bækur um hvílubrögð í hvaða bókabúð sem er. Getnaðarverjur eru næstum hvar- vetna fáanlegar. Karl og kona geta rætt kynsamband sitt án sektar- kenndar eða vandræðalegs" upp- burðarleysis eða ógeðs og gert ráð- stafanir til þes að. auðga það. Ekki skyldi gera of lítið úr þessum fram- förum. Það hefur vissulega dregið úr ytri kvíða og sektarkennd. En innri kvíði og sektarkennd hafa þess í stað farið vaxandi. Og að sumu leyti leggur slíkt þyngri byrði á herðar einstaklingsins. Ögrunin, af hendi karlmannanna, sem kon- an varð að horfast í augu við, var þessi: Er hún tilleiðanleg eða ekki? Þar var um að ræða ótví- rætt svar við því, hver afstaða henn- ar væri gagnvart siðaboðum þjóð- félagsins. En nú spyrja karlmenn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.