Úrval - 01.07.1971, Side 63

Úrval - 01.07.1971, Side 63
ÉG HELD ÉG REYNI AÐ NÁ í HVÍTA HÚSIÐ 61 taugaskurðlækningum, og hann hafði ekki nauðsynleg tæki til slíks. Næsti taugaskurðlæknir var í Win- chester í Virginíufylki, en þangað voru 82 mílur og yfir fjallvegi að fara. Hinn minnsti slinkur, sem sjúkrabifreiðin yrði fyrir, gæti slit- ið mænustreng Donnu. En samt varð að gera eitthvað í málinu. Klukkan 10 að morgni hringdi Ro- berts læknir til Winchester. Tauga- skurðlæknirinn reyndist vera í sum- arleyfi. Eina vonin var nú höfuð- borgin Washington, sem var 160 mílur í burtu. Roberts læknir hringdi í nokkra taugaskurðlækna þar, en enginn þeirra var laus. Þá datt honum ráð í hug. Þegar hann starfaði sem læknir á austurströnd Marylandfylkis fyrir allmörgum ár- um, höfðu flotaþyrlur stundum flutt hættulega veika eða meidda sjúkl- inga frá eyjum til lands. Hví ætti hann ekki að reyna að fá þyrlu núna? Frændi Davids Ureys var ofursti í flughernum, og starfaði hann í flugmálaráðuneytinu í Washington. David hringdi þangað, en Urey of- ursti var þá á ferðalagi í Iran. Kon- an hans stakk upp á því, að David reyndi að fá hjálp hjá Andrews- flugherstöðinni. Liðsforinginn, sem var þar á vakt, reyndi að ná sam- bandi við hershöfðingjana, sem gátu veitt leyfi til slíks flugs, en honum tókst það ekki í bili. Urey fannst sem líkurnar fyrir bata Donnu minnkuðu með hverju augnablikinu sem leið. Það hlaut að vera einhver aðferð til þess að fá þá í flughern- um til þess að láta hendur standa fram úr ermum núna strax Á næstu tveim klukkustundum hringdi Urey til allra þeirra, sem gátu hugsanlega veitt hjálp, allt frá Arch Moore, yngri, fylkisstjóra Vir- giníufylkis, til Barrys Goldwaters öldungadeildarþingmanns. En þetta var síðdegis á laugardegi, og enginn af þeim var heima. Klukkan 2.15 var hringt til sjúkra- hússins frá Andrewsflugstöðinni og tilkynnt, að búið væri að veita leyfi til flugsins, en spáð væri miklum þrumustormum yfir Aleghenyfjöll- um. Einnig var Urey tilkynnt, að litlu þyrlurnar kæmust ekki alla leið án þess að taka eldsneyti og að það væri enginn eldsneytistöku- staður á leiðinni til Petersburg. Urey stikaði fram og aftur um gólfið í öngum sínum. „Einhvers staðar hlýtur að vera til þyrla,“ sagði hann. ,,Ég held, að ég reyni Hvíta húsið!“ Hann fékk símanúm- erið hjá upplýsingaþjónustu símans og bað um samband við „manninn, sem sér um þyrlurnar." James D. Hughes, hershöfðingi í flughernum og hermálaráðunautur forsetans, sat við skrifborð sitt, þeg- ar síminn hringdi klukkan 2.45. Urey skýrði frá þessu neyðarástandi. „Verið þér kyrr við símann,“ svar- aði Hughes hershöfðingi. „Ég hringi aftur.“ Hughes hringdi til Andrews- flugstöðvarinnar og fékk þar stað- festingu á frásögn Ureys. Hughes vissi um a. m. k. eina þyrlu, sem uppfylla mundi allar kröfur. Þar var um að ræða þyrlu forsetans. En Hughes hafði aldrei leyft notkun hennar til flutninga á óbreyttum borgurum, og hann vildi ekki skapa fordæmi slíks. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.