Úrval - 01.07.1971, Page 64

Úrval - 01.07.1971, Page 64
62 TJRVAL hringdi til liðsforingjans, sem vakt átti í sjúkrahúsinu í Andrewsflug- stöðinni. „Haldið þér, að við getum raunverulega orðið til hjálpar, ef við flytjum þessa konu hingað til Washington?" Og svarið var af- dráttarlaust: „Já, herra!“ Hughes ákvað að láta til skarar skríða. Aðstoðarmaður hans hringdi til Petersburg. „Við ætlum að senda þyrlu forsetans til ykkar og einnig lækni og sjúkraliða frá flughernum. Þeir ættu að verða komnir til ykkar klukkan 5.30.“ f fyrstu trúði Urey varla, að þetta væri satt. En þegar hann hafði gert sér grein fyrir því, að hjálp væri þegar á leiðinni, fór hann að gráta. Spaðarnir á þyrlu forsetans voru þegar farnir að snúast, þegar John Wanamaker ofursti, 36 ára að aldri, hjartarits- og taugalistsérfræðingur, kom hlaupandi niður eftir flug- braut í Andrewsflugstöðinni og Ho- ward Stoller liðþjálfi og sjúkraliði á hæla honum. Þeir voru ekki fyrr komnir á loft en Stoller gerði sér grein fyrir því, að það yrði engin leið að koma sjúkrabörum inn um hinar mjóu dyr þyrlunnar. „Hvern- ig væri að koma við í Quanticoflug- stöðinni?“ spurði Wanamaker. „Þar gætum við fengið lánaða þyrlu hjá Flugflotadeildinni. Við getum feng- ið hvað sem við þörfnumst með Hvíta húsið að bakhjarli." Þeir skiptu um þyrlu í Quantico- flugstöðinni og fluttu sig yfir í stærri þyrlu, sem hurðirnar voru teknar úr. Síðan lögðu þeir af stað til Petersburg. Það rigndi mikið. Nokkrum mínútum eftir að þeir lentu í Petersburg, lögðu þeir svo aftur af stað til Washington með Donnu meðferðis. Sandpokar höfðu verið látnir við höfuð hennar og háls og meðfram síðunum á henni til stuðnings, svo að hún hreyfðist ekkert til. Og á sjúkrabörum við hlið henni lá Brian litli. Klukkan 9 að kvöldi stóð Robert P. Nirschl læknir, nágranni Davids Ureys í McLean, á knattspyrnuvell- inum við hlið sjúkrahúss George- townháskóla í Washington. Urey hafði hringt í hann í öngum sínum, en Nirschl er beinasérfræðingur. Nirschl hafði síðan hringt í Alfred Luessenhop taugaskurðlækni og einnig gert lögreglunni viðvart. Hann hafði einnig tryggt sér sjúkra- bifreið og hafði jafnvel látið kveikja á kyndlum á knattspyrnuvellinum til þess að auðvelda lendingu þyrl- unnar þar. Skyndilega heyrði hann til þyrlunnar yfir höfði sér. Ástand Donnu var enn hættulegt. En þegar þeir Nirschl og Luessen- hop skoðuðu hana, urðu þeir stein- hissa á því, hve „stórfurðulegt" starf Roberts læknir hafði leyst af hendi. Hryggur hennar var svo illa brotinn og mænustrengurinn svo úr lagi færður, að „við venjulegar að- stæður hefði mátt reikna með, að hún væri orðin algerlega lömuð“. Af ýmsum ástæðum ákváðu lækn- arnir að fresta skurðaðgerð, þangað til hún styrktist svolítið. Hún var enn mjög máttfarin. Einnig sýndi hún enn nokkur taugaviðbrögð. Og þar að auki naut hún nú fyllstu um- önnunar æfðra sérfræðinga. Þeim kom báðum saman um, að þrátt fyrir þessa frestun væru tæplega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.