Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 67

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 67
65 (utan Hawaíi), sem er eínungís ætl- uð fyrir holdsveikilækningar (Han- sensveiki). Nú var hann gestur okk- ar í New York um hátíðirnar ásamt Alfredo vini sínum og aðstoðar- manni. Ég hafði fyrst hitt Stanley nokkr- um árum fyrr, en það hafði eingöngu verið á atvinnugrundvelli. Hann hafði verið að skrifa sjálfsævisögu sína, og útgefendurnir sendu mig suður til Louisianafylkis til þess að veita honum svolitla aðstoð. Hann heilsaði mér glaðlega, en samt gat ég greint rannsakandi spurn og ögr- un í kveðju hans: Gæti þessi ókunni maður skilið þá eldraun, sem hinir holdsveiku urðu að ganga í gegnum? En samt vorum við orðnir góðir vinir innan sólarhrings. Og sú vin- átta átti eftir að vaxa, eftir því sem árin liðu. SJÚKDÓMSTILFELLI NÚMER 746 Þeir Stanley og Alfredo höfðu hitt mig í New Orleans. Og meðan við ókum til Carville, fram hjá ald- argömlum eikum, sem voru grá- skeggjaðar af mosa, sagði Stanley mér frá hinni örvæntingarfullu ferð sinni þessa sömu leið í lélegum sjúkrabíl fyrir þrem áratugum. Hið raunverulega nafn hans var Sidney Levyson. Hann vann í lyfjabúð í San Antonio í Texasfylki, þegar hann fékk veikina (enginn veit enn, hvernig fólk fær hana). Hann hafði tekið sér nafnið Stanley Stein, þeg- ar hann fór í Carvillesjúkrahúsið til þess að vernda fjölskyldu sína gegn þeim smánarbletti, sem holdsveikin hefur sett á fólk. Stanley sagði, að sjúkrahúsið, sem við komum nú til, hefði tekið geysi- miklum breytingum á þessum tíma og væri gerólíkt hinni ömurlegu stofnun, sem hann var settur á árið 1931, er hann var skráður þar sem sj úkdómstilfelli númer 746. Carville var þá í rauninni eins konar hegn- ingarstofnun. (Lög Louisianafylkis flokkuðu holdsveiki með svarta- dauða og guluhitasótt, enda var hún álitin bráðsmitandi sem þessar drep- sóttir). Við hliðin voru varðmenn á verði, og fyrir ofan fellibylsgirðing- una háu voru gaddavírsstrengir. Sjúkrahúsið stóð á odda, sem teygði sig út í Mississippifljótið, þar sem það myndaði bugðu. Það gekk undir nafninu „holdsveikraheimili“. Þar var ekkert pósthús, og sjúklingar fengu ekki aðgang að síma. Þeir höfðu engan kosningarrétt, og þeim var bannað að ferðast í lestum, lang- ferðabílum eða strætisvögnum. LÍFSNEISTI KVEIKTUR í HINUM DAUÐA Það, sem hafði verst áhrif á Stan- ley, var það andrúmsloft vonleysis og örvæntingar, er grúfði yfir Car- ville eins og fljótsþoka í þá daga. í augum hans voru flestir hinna 350 sjúklinga ímynd „gangandi líka“, vera, sem höfðu sett sig við að af- bera sitt kvalalíf sem svefngenglar, vonlausir um lækningu á sjúkdómi, sem var almennt álitinn ímynd alls þess, sem andstyggilegt er. Eina bjarta ljósið í þessum ömurlega heimi var áhugi og ósérplægni þeirra fáu lækna og hjúkrunar- systra, sem þar störfuðu. Stanley neitaði að gefa sig á rald
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.