Úrval - 01.07.1971, Síða 70

Úrval - 01.07.1971, Síða 70
68 ÚRVAL ekki komið fram neitt skráð tilfelli,' þar sem um það. hefur verið að ræða, að einhver hafi fengið Hansensjúk- dóm af sjúklingi hér?“ spurði hann mig. Stanley áleit að mikill hluti þeirr- ar óskaplegu byrði, sem holdsveiki- sjúklingur verður að bera, sé af völdum þess ótta og þeirrar smánar, sem hið „andstyggilega orð“ holds- veikur vekur hjá mönnum. Hann skrifaði þrumandi ritstjórnargrein- ar, þar sem hann vitnaði í ýmsa lækna, sem höfðu haldið því fram, að sjúkdómseinkennin, sem lýst er í bók Levitícusar og olli því, að þeir, sem höfðu þau, voru nefndir hinir „óhreinu", eigi ekkert sameiginlegt með sjúkdómseinkennum þeirrar holdsveiki, sem gengur nú undir nafninu Hansenssjúkdómur. Árið 1948 fékk hann amerísku nefndina á Fimmta alþjóðlega holdsveikiþing- inu til þess að bera fram tillögu um, ,,að notkun nafngiftinnar „holds- veikur“ (leper) verði lögð niður.“ Sú tillaga var svo samþykkt sam- hljóða á þinginu. Brátt tók rödd Stanleys og blaðs- ins hans að vekja samúð og athygli fyrir utan gaddavírsgirðingarnar í Carville. Sam Jones, sem var þá formaður „American Legion í Lou- isianafylki og síð.ar fylkisstjóri þar, hélt á fund Stanleys og átti viðtal við hann og 20 aðra sjúklinga. Sjúk- lingarnir báru fram beiðnir sínar. Þeir óskuðu eftir betra húsnæði fyr- ir sjúkra- og dvalarherbergi, nýjum samkomusal og nánari skiptum við umheiminn. „Við skulum gera það bezta, sem við getum gert,“ lofaði Jones þeim. Nokkrum dögum síðar komu tvö baseballlið frá American Legion til þesg að leika í Carville. Og Amercan Legion sendi einnig hljómsveit frá Baton Rouge til þess að leika undir dansi úti undir eik- artrjánum. Sjúklingunum fannst nú ekki í eins ríkum mæli sem fyrr, að þeir væru fangar í Carville. NIÐUR í DÝPSTA VÍTI Stanley var nú farinn að þjást af „iritis“, en það er augnbólga, sem er einn kvalafyllsti sjúkdómur, sem til er. Hið eina, sem gat dregið svo- lítið úr þjáningum hans, var notkun heitra bakstra, sem lagðir voru á augun. En hann var nú búinn að missa tilfinningu í höndunum, og því brenndi hann sig oft, þegar hann var að útbúa bakstrana og láta þá á sig. Sjón hans dofnaði óð- um, og dag einn varð hann alblind- ur. Þá var hann 38 ára að aldri. Blindan var honum jafnvel enn meiri harmleikur en hún hefði orðið flestu fólk, því að hann gat ekki lært blindraletur, þar eð hann hafði nú enga tilfinningu í fingrunum. Þessi síhungraði Íestrarhestur var nú háður góðmennsku hjúkrunar- systranna eða hinna sjú.klinganna, hvað lestur snerti. Um tíma var sem vonleysið hefði altekið hann. Hann hætti að vinna við blaðið og hætti einnig þátttöku í leikstarfseminni, sem hafði verið honum svo kær. „Ég var sokkinn á kaf í dýpsta víti öm- urlegs einmanaleika.“ sagði hann við mig. En þegar „Talandi bækur" komu fram, urðu þær til þess að bjarga Stanley. Sjúkrahúsið lét hann fá plötuspilara, svo að hann gæti hlust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.