Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 94

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 94
92 ÚRVAL „Þessir stúdentar,“ svaraði hann, „skulu komast að því, hvað lög og reglur þýða í raun og veru.“ Svo kinkaði hann kolli til æðstu undirmanna sinna og gaf þeim fyr- irskipanir um að láta til skarar skríða. í vinstra fylkingararmi var James R. Snyder höfuðsmaður, sem stjórnaði Charlie-sveitinni, en í hægra fylkingararmi var John Martin höfðusmaður, sem stjórnaði Alphasveitinni. í miðju var Ray- mond J. Srp, höfuðsmaður, yfir- maður G-sveitarinnar í 107. bryn- varða riddaraliðinu. Þrír eldri og hærra settir yfirmenn fylgdust með liðinu. Það voru þeir Canterbury hershöfðingi, Harry Jones major og Charles F. Fassinger ofursti. Canterbury gaf síðan eftirfarandi skipun: „Þið skuluð skjóta táragas- sprengjum, áður en þið leggið af stað!“ Fyrstu gráu, grönnu táragashylk- in komu nú svífandi í löngum sveig í áttina til mótmælenda. Oð liðsfor- ingjarnir og liðsmenn þeirra úr þjóðvarðliðinu hófu nú göngu sína inn í sögu Bandaríkja nútímans. Nú hafði. hópurinn stækkað og var orðinn um 900 eða jafnvel allt að 1000 manns, því að alltaf streymdu stúdentar að úr öllum átt- um. Miklu stærri hópar höfðu safn- azt saman við Johnson- og Stopher- byggingarnar í vestri, Prentice- og Engelmanbyggingarnar í austri, og alstærsti hópurinn þakti opnu svæð- in beint á bak við rústir Þjálfunar- miðstöðvar varaliðsins. En fólk þetta, sem hefur verið allt að því 2000 talsins, verður fremur að skoð- ast sem áhorfendur en mót.mælend- ur, enda var þar margt um ýmsa bæjarbúa og nemendur úr gagn- fræðaskólum. Þennan morgun mynduðu hóparnir risavaxið hring- leikahús utan um lítið, grænt leik- svið, þar sem harmleikurinn var nú í þann mund að hefjast. Viðbrögð manna í hinum ýmsu hópum voru mjög mismunandi. Bob Hillegas, sem er nú langt k.ominn í námi við háskólann, mælir á þessa leið: ,,Ég held ekki, að neinn skyn- samur áhorfandi geti útiiokað þá staðreynd, að þennan dag hafi ver- ið á meðal okkar harðsnúinn flokk- ur þaulæfðra æsingamanna. Þeir voru á sífelldum þönum um há- skólasvæðið. Á einhvern dularfull- an hátt virtust þeir vera alls staðar og hvergi. Það var sem þeir væru sveipaðir einhverjum leyndarhjúp. Þeir höfðu átt aðild að óeirðum við Ohioháskólann, við Ohiofylkishá- skólann og núna við Kentfylkishá- skólann. Hafið það í huga, að ég geri greinarmun á þeim og hippun- um með æðislegu hárlubbana og fáránlega klæðnaðinn, sem voru alls engir róttækir óeirðaseggir. Það átakaniega við þetta var, að þegar þjóðvarðliðsmenn slökuð.u á og yfir- gáfu einhvern hluta svæðisins, þá sameinuðust þessir tveir hópar og mynduðu þannig af einskærri til- viljun sameinað afl, sem þjóðvarð- liðið varð síðan að beita sér gegn.“ Douglas Raymond íþróttakennari segist hafa dottið þetta í hug, þegar hann gekk yfir Almenninginn á leið til skrifstofu sinnar: „Þegar mér varð litið á hóp þessara lubba í skítugu lörfunum, varð ég viss um, að hefði ég getað safnað saman um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.